Ferðaáætlun 2016 fjall mánaðarins

Veldu mánuð: Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

 

Janúar

Ystuvíkurfjall. Fjall mánaðarins. Gönguferð skor Fjall
23. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. 
Gengið frá bílastæði á Víkurskarði til vesturs, upp hlíðina og á toppinn, 552 m. Þaðan er gottútsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. 6 km. Hækkun 220 m.

 

Febrúar

Þingmannahnjúkur. Fjall mánaðarins. Gönguferð  skor skor Fjall
20. febrúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Einar Brynjólfsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Eyrarlandi yfir Þingmannalæk og eftir gömlum sneiðingum á hnjúkinn, 650 m. 3 km hvor leið. Hækkun 630 m.

Mars

Grenivíkurfjall. Fjall mánaðarins. Gönguferð skor Fjall
19. mars. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði við uppgöngu á Kaldbak, þaðan upp fjallshlíðina og í átt að Sveigsfjalli. Um 6 km. Hækkun 500 m.

 

Apríl

Uppsalahnjúkur. Fjall mánaðarins. Gönguferð skor skor Fjall
16. apríl.Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að Öngulsstöðum og að sumarhúsinu Seli. Gengið upp að vörðunni nyrst á Öxlinni og áfram inn eftir fjallinu. Síðan upp norð-austur hrygg fjallsins á hnjúkinn, 1100 m. 9 km. Hækkun 930 m.

Maí


Súlur. Fjall mánaðarins. Göngu- eða skíðaferð skor skor skor Fjall
1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Líney Elíasdóttir. Þátttaka er ókeypis. Árleg ferð á bæjarfjall Akureyrar, 1143 m. Nokkuð auðveld gönguleið á fjallið. 11 km. Hækkun 880 m.

Júní


Hálshnjúkur við Ljósavatnsskarð, 627 m. Fjall mánaðarins skor skor Fjall
11. júní. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er í Vaglaskóg og að Efri-Vöglum þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og á Hálshnjúkinn þar sem frábært útsýni er yfir Fnjóskadalinn og Ljósavatnsskarðið. Farið er sömu leið til baka.5 km. Hækkun 380m.

Júlí

Tungnafjall í Eyjafirði, 1140 m. Fjall mánaðarins skor skor skor Fjall
16. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjóri: Elín Hjaltadóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið inn að Munkaþverá að Rifkelsstaðarétt. Eftir að fossinn sem fellur í Mjaðmá hefur verið skoðaður er gengið upp með Efri-Þverá, síðan upp hrygg Tungnafjalls og hnjúkana hvern af öðrum á toppinn. 18 km. Hækkun 1000 m.

Ágúst

Þverbrekkuhnjúkur. Fjall mánaðarins skor skor skor Fjall
13. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjóri: Karl Stefánsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Hálsi í Öxnadal og þaðan er gengið um Vatnsdal á Þverbrekkuhnjúk, 1173 m, síðan um Bessahlaðaskarð og Beitarhúsagil að Hálsi þar sem göngunni lýkur. 19 km. Hækkun 940 m.

September

Kaldbakur. Fjall mánaðarins Fjall
3. sept. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Kaldbakur, 1173 m, er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. 10 km. Hækkun 1100 m.

Október

Böggvisstaðafjall, 773 m. Fjall mánaðarins Fjall
15. október. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið út á Dalvík og upp á skíðasvæðið. Þaðan er gengið upp með lyftunni og áfram að vörðunni. Þaðan er mikið útsýni í góðu veðri yfir Tröllaskagann og austur yfir Eyjafjörðinn. 6 km. Hækkun 720 m.

Nóvember

Skólavarða á Vaðlaheiði. Fjall mánaðarins Fjall
12. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og gengið eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. 2-3 klst. Létt ganga.

Desember

Draflastaðafjall Fjall mánaðarins Fjall
3. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði upp á fjallið, 734 m, notið útsýnisins og genginn hringur á fjallinu. Frekar létt ganga við flestra hæfi. 10 km. Hækkun 390m.