Christina Finke

Christina FinkeChristina, eða Tina eins og hún er alltaf kölluð, er fædd og uppalin rétt hjá Hamborg í þýskalandi en hefur búið á Íslandi í meira en 18 ár.
Þegar hún kom til Íslands í fyrsta skiptið sem ferðamaður heillaðist hún það mikið af landinu að ekkert annað kom til greina en að flytja hingað. Hún hefur búið á Húsavík, í Hafnarfirði og frá 2008 átt heima í Eyjafirðinum. Heimþrá til Þýskalands hefur hún aldrei fengið.  Christina er mikill náttúru- og dýravinur og fær ekki nóg af útiveru, ganga á fjöll og gista í tjaldi í óbyggðum. Síðan hún kynnstist Einari Bjarka þá er lítið um heimaveru, því saman eru þau úti að ganga, hjóla eða hlaupa helst alla daga, allan ársins hring. 
Christina hefur lengst af starfað sem sjúkraþjálfari. Hún er einnig faglærður leiðsögumaður og hefur sýnt mörgum erlendum ferðamönnum fallega landið okkar. 

Tina byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2020. Hún var þá með gönguhópinn "Fleiri fjöll" ásamt Einari Bjarka Sigurjónssyni.