Þuríður Anna Hallgrímsdóttir

Þuríður Anna HallgrímsdóttirÞuríður er uppalin í Mývatnssveit. Hún hefur ferðast talsvert mikið um Ísland frá unga aldri og eftir að hún flutti til Akureyrar á níunda áratug síðustu aldar fór hún að ferðast með FFA. Gönguferðir um eyðibyggðir og staði með sögu hafa alla tíð heillað auk hálendisins. Þuríður er grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi og sjúkraliði og hefur starfað við allar þessar greinar um lengri eða skemmri tíma en starfar nú sem sjúkraliði í heimahjúkrun HSN. Hún var í afleysingum sem skálavörður hjá FFA í Herðubreiðarlindum og Dreka 2018-2020. Hún lauk leiðsögumannanámi árið 2019 og starfaði sem leiðsögumaður sumarið 2019. 

Þuríður var í ferðanefnd FFA í nokkur ár en frá vori 2020 hefur hún verið formaður nefndar um hreyfihópa innan FFA.

Uppáhaldsútivistarsvæði Þuríðar er Mývatnssveit og Hornstrandir.

Þuríður byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2020.