Tinna Sif Sigurðardóttir

Tinna SifTinna Sif er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur alla tíð ferðast mikið bæði innanlands og utan. Árið 2010 lá leið hennar í Leiðsögmannaskólann og þar á eftir í Ferðamálafræði og Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Meðfram því og eftir útskrift starfaði hún í ferðaþjónustu á Íslandi ef hún var ekki á flakki erlendis. Nú er hún búsett á Akureyri ásamt manni sínum, Jacob og kenna þau bæði jóga og handstöður ásamt öðrum verkefnum. Þau elska að fræðast um og tengjast náttúrunni t.d. með göngum, grænmetisræktun og sjó- eða fossaböðum svo eitthvað sé nefnt.

Tinna byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2021.