Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar 2020

Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar gildir fyrir eitt ár í senn. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Börn og unglingar eru einnig velkomnir og þurfa foreldrar að meta hvort þeir treysta þeim í þær. Í undirbúningi eru sérstakar barna- og fjölskylduferðir sem ýmist veða settar inn í ferðaáætlun eða auglýstar sérstaklega.

Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að leiðrétta villur, hætta við ferð, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni. Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis, virða bil og taka tillit til ferðafélaga.

Veldu mánuð: Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

 

Janúar

1. janúar. Nýársganga skor Myndir 2019

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.

18. janúar. Súlumýrar - skíðaferð skidiskidi Myndir 2016 

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Þátttaka ókeypis.
Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell, þaðan verður haldið upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og finna má leiðir við allra hæfi.

30. janúar. Ferðakynning í Verkmenntaskólanum á Akureyri kl. 20

Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar verður haldin þann 30. janúar klukkan 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ferðir félagsins kynntar í máli og myndum. Gestafyrirlestur.
Kynning á útvistarvörum frá fyrirtækjum í bænum. Aðgangur ókeypis.

 

Febrúar

15.-16. febrúar. Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum skidiskidi Myndir 2012

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson. 
Verð: 12.000/8.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Ekið austur fyrir Námaskarð og gengið suður frá hringveginum, um 9 km veg í skálann Fjallaborg, sunnan undir Stórurauðku. Þar verður snæddur þjóðlegur þorramatur í friðsæld öræfanna. Haldið heim á leið næsta dag. Gönguhækkun lítil.

29. febrúar. Ystuvíkurhnjúkur skorskor Myndir 2017

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Halldór Brynjólfsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði á Víkurskarði eftir stikaðri leið til vesturs upp hlíðina og á toppinn, 552 m. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. Vegalengd 6,6 km. Gönguhækkun 370 m.

 

Mars

7. mars. Þorvaldsdalur – skíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla skidiskidi Myndir 2008  

Brottför kl. 9:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Kristján Hjartarson.
Þátttaka ókeypis.
Ekið að Árskógarskóla til móts við Svarfdælinga, gengið þaðan á gönguskíðum fram og til baka að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal. Auðveld ganga, alls um 18 km. Lítil hækkun.

14. mars. Fljótsheiði, eyðibýli - skíðaferð skidiskidi   

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið austur í Reykjadal og fram á veginn að Stafnshverfi. Gengið vestur á Narfastaðafell, þaðan í Heiðarsel og svo um Gafl og Heiðarsel í Skógarsel. Loks gengið norðvestur frá Skógarseli á hringveginn austan í Fljótsheiði að malarnámum þar sem bílar verða geymdir. Vegalengd um 17 km. Lítil hækkun.

21. mars. Baugasel - skíða- eða gönguferð skidiskidi skorskor Myndir 2017

Brottför kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Árni Björnsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið meðfram Barkánni að eyðibýlinu Baugaseli, gil og rústir skoðuð á leiðinni. Vegalengd alls 12 km. Hækkun 80 m.

28. mars. Skíðastaðir-Þelamörk - skíðaferð skidiskidi Myndir 2018     

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina. Þaðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið þar í heita pottinn (ekki innifalið). Þetta er létt ferð við flestra hæfi. Vegalengd 10,5 km. Gönguhækkun 160 m.

 

Apríl

4. apríl. Ytri-Árdalur - skíðaferð  skidiskidi 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Kleifum við Ólafsfjörð og stigið þar á skíðin. Gengið um Ytri-Árdalinn og ef til vill kíkt inn í Syðri-Árdalinn. Vegalengd um 10 km. Gönguhækkun 250 m.

18. apríl. Mosi - skíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla skidiskidiskidi Myndir 2019

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Kristján Hjartarson. 
Þátttaka ókeypis.
Ekið til Dalvíkur að skíðasvæðinu við Brekkusel. Farið upp með skíðalyftunni og skíðað fram Böggvisstaðadal í skálann Mosa.
Greiða þarf aðstöðugjald kr. 500 í Mosa. Vegalengd alls 18 km.

 

Maí

1. maí. Súlur. 1143 m. - göngu- eða skíðaferð  skidiskidiskidi skorskorskor Myndir 2013

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Leo Broers.
Þátttaka ókeypis.
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður.
Vegalengd 6,5 km hvor leið. Gönguhækkun 880 m.

9. maí. Umhverfis Héðinsfjarðarvatn skorskor Myndir 2017

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Halldór Brynjólfsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Genginn er hringur meðfram vatninu og einnig út að eyðibýlinu Vík. Vaða þarf Héðinsfjarðarósinn. Vegalengd um 10 km. Lítil hækkun.

16. maí. Fuglaskoðunarferð skor Myndir 2012

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. 
Árleg fuglaskoðunarferð FFA undir leiðsögn kunnáttumanna, nú sem oftar um Eyjafjörð þar sem reynt verður að slá fyrra met í tegundafjölda fundinna fugla.

23. maí. Óvissuferð - hjóla- og gönguferð skorskor Myndir 2015

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn og flutningur á hjólum.  

30. maí. Uppsalahnjúkur 1000 m. skorskorskor Myndir 2017

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Baldvin Stefánsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Öngulsstöðum, að sumarhúsinu Seli. Gengið er til suðurs upp brekkurnar að vörðunni nyrst á öxlinni og áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og stefnt austanvert við hnjúkinn. Síðan upp norðaustur hrygg fjallsins uns komið er á hnjúkinn. Útsýni er hér mikið yfir héraðið. Vegalengd 9 km. Hækkun 870 m.

 

Júní

6. júní. Skólavarða í Vaðlaheiði skorskor Myndir 2012

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Vignir Víkingsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við hæfi flestra.

13. júní.  Glerárdalur - blómaskoðunarferð skorskor 

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði við Súlumýrar og inn Glerárdal, á leiðinni verður lögð áhersla á blómin sem á vegi verða. Við tökum okkur tíma til að skoða, greina og ræða um gildi þeirra og hlutverk í náttúrunni. Gott að hafa með sér plöntugreiningarbók, stækkunargler og nesti. Gangan er bæði á jafnsléttu en líka eitthvað á fótinn framar í dalnum. Þægileg gönguferð sem hentar öllum aldri.

20. júní.  Sumarsólstöður á Múlakollu 970 m. skorskorskor Myndir 2012

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjóri: Viðar Sigmarsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 930 m.

22.-25. júní. Gönguvika FFA:

Sjá nánar á ffa.is

22. júní. Jónsmessuferð á Miðvíkurhnjúk 560 m. skorskor

Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá veginum við Hrossagil efst í Víkurskarði. Af fjallinu blasir Eyjafjörðurinn við og fjöllin vestan hans. Þægileg ganga við flestra hæfi. Vegalengd alls 5 km. Gönguhækkun 270 m.

23. júní. Hraunsvatn skorskor Myndir 2014

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Herdís Zophoníasdóttir.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bænum Hálsi og gengið þaðan upp að vatninu og umhverfið skoðað eftir aðstæðum. Til baka er gengið sömu leið niður að Hálsi. Vegalengd alls um 6 km. Gönguhækkun 270 m.

24. júní. Glerárdalur-Glerárstífla-hringleið skor

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bílastæði ofan við skotsvæðið á Glerárdal og gengið þaðan eftir stíg að Glerárstíflu og hún skoðuð. Farið yfir brúna á stíflunni og upp á Lambagötuna og eftir henni niður að gömlu göngubrúnni á Glerá og síðan að bílunum. Vegalengd 5-6 km. Gönguhækkun lítil.

25. júní. Miðvíkurfoss skor Myndir 2015

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjóri: Roar Kvam.
Verð: 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Miðvík á Svalbarðsströnd, gengið niður með ánni og síðan til suðurs í fjöru að Miðvíkurfossi sem er tilkomumikill þegar komið er að honum. Falin perla.

 

27. júní. Gönguskarð  skorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.5000/2000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal að Kvíabóli í Kaldakinn. Farið í um 500 m. hæð á vatnaskilum. Vaða þarf tvær ár á leiðinni, einnig er mýrlent á skarðinu á parti. Vegalengd 16 km. Hækkun 400 m.

 

Júlí

4. júlí. Laxárdalur skorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að sumarhúsinu á Rönd norðan Sandvatns við Mývatn. Gengið þaðan vestur niður í Laxárdal hjá Hólkotsgili. Skoðum Laxá og gömlu brúna hjá Brettingsstöðum. Síðan gengið gegnum Varastaðaskóg í Ljótsstaði. Hópurinn sóttur þangað. Fallega gróið svæði með áhugaverða sögu. Vegalengd um það bil 12 km., mest allt niður í móti.                                                                                                                                                                   

11. júlí. Kerling - sjö tinda ferð 1538 m. skorskorskorskor Myndir 2008

Brottför kl. 8 í rútu eða á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjórar: Viðar Sigmarsson og félagar í 24x24.  
Verð: 5.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta fram að Finnastöðum.
Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði. Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið. Gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1144 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m.

18. júlí. Fossdalur í Ólafsfirði skorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og út í Fossdal. Tilvalin fjölskylduferð. Vegalengd ca. 10-12 km. Gönguhækkun ca. 100 m.

20.-23. júlí. Gönguvika FFA í samvinnu við Akureyrarstofu:

Sjá nánar á ffa.is

20. júlí. Meðfram Glerá skor Myndir 2015  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingimar Eydal.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.

21. júlí. Lögmannshlíðarhringur skor  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Þorgerður Sigurðardóttir.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.

22. júlí. Byggingarlistarganga með Árna Ólafssyni arkitekt skor  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Ólafsson.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fræðsla og fararstjórn.

23. júlí. Krossanesborgir skor  

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Elín Sigurbjörg Jónsdóttir.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.

 

20.-23. júlí. Bræðrafell-Askja skorskorskor   Myndir 2019

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: 35.000/23.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffihressingu er gengið um fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 17 km.
2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála.
3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil, 17 km. Gist í Dreka.
4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.
Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka.

24.-28. júlí. Öskjuvegur - sumarleyfisferð skorskorskor Myndir 2018  

Brottför kl. 17 í rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 86.000/70.000. Innifalið: Fararstjórn, akstur, flutningur og gisting.
1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðalindum.
2.d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka.
3.d. Ekið í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 14 km.
4.d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20–22 km.
5.d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15–16 km. Ekið til Akureyrar.

25. júlí. Heiðinnamannahellir-Heiðinnamannafjall 1266m. skorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Viðar Sigmarsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið innst inn í Skíðadal að Stekkjarhúsum. Þaðan er gengið inn með Skíðadalsá að brú yfir Skíðadalsána. Gengið yfir ás og vaðið yfir Heiðinnamannaá. Gengið þaðan upp bratt Heiðinnamannafjallið að Heiðinnamannahelli sem reyndar er ekki hellir heldur steinbogi og hluti af stórum berggangi. Hækkun upp í hellinn er um 700 m. og vegalengd um 5 km.
Alls 10 km. ganga.

 

Ágúst

1. ágúst. Vesturárdalur-Kóngsstaðadalur skorskorskorskor   

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Hér er genginn fáfarinn fallegur hringur um Vesturárdal og Kóngsstaðadal. Gengið frá Stekkjarhúsi í Skíðadal og fram dalinn. Við eyðibýlið Stafn er beygt fram Vesturárdal og gengið uppúr suðurbotni hans og gegnum skarðið milli fjallanna Ingjalds og Staðargangnafjalls. Þegar komið er upp í skarðið er rölt fram á Ingjald 1275m og síðan gengið fyrir Vesturárdalsfjall, fjallið á milli Vesturárdals og Kóngsstaðadals. Síðan haldið niður í Kóngsstaðadal og að Þverá í Skíðadal. Mjög falleg fjallasýn og útsýni yfir Skagafjörð og Skíðadal. Vegalengd um 22 km. Gönguhækkun um 1200 m.

7.-9. ágúst. Herðubreið skorskorskor Myndir 2012

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Ingvar Teitsson og Leo Broers.
Verð: Í skála: 19.000/11.000. Í tjaldi: 7.500/4.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða skála. Gengið á Herðubreið 1682 m. á laugardegi og haldið heim á sunnudegi. Hjálmur, broddar eða klær og ísexi er nauðsynlegur búnaður. Hækkun um 1000 m.

15. ágúst. Bláskógavegur skorskor Myndir 2008

Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson.
Verð: 11.000/9.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.
Ekið til Húsavíkur og Þeistareykjaveg að Sæluhúsmúla. Þaðan verður gengin hin forna leið Bláskógavegur (ath. ekkert vatn er á leiðinni) að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi þar sem rútan bíður göngugarpa. Komið við í Gljúfrastofu ef aðstæður leyfa. Vegalengd um 21 km. Lítil hækkun.

22. ágúst. Kaldbakur / Svínárhnjúkur skorskorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Baldvin Stefánsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Grenivíkur og á bílastæði skammt utan Grenjár. Ferja þarf bíl (jeppa) út í Svínárnes. Gengið eftir stikaðri leið upp á Kaldbak, 1173 m. Þá er genginn fjallshryggurinn út á Útburðarskálarhnjúk, 1172 m. og þaðan hryggirnir út á Eiríksskarðskoll, 1040 m. og Svínárhnjúk, 1058 m. Hægt er að ganga út á Þernu, 1060 m. ef tími er til áður en gengið er niður að Svínárnesi. Vegalengd 14 km. Gönguhækkun um 1400 m.

29. ágúst. Seljahjallagil skorskor Myndir 2013  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Herdís Zophoníasdóttir og Þuríður Hallgrímsdóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að bænum Garði í Mývatnssveit þar sem bílum er lagt. Gengið eftir jeppaslóð í Seljahjallagil og sama leið til baka. Það er mögulegt að ganga upp úr gilinu og skoða útsýnið niður í gilið sem er afar stórfenglegt. Vegalengdin er um það bil 18 km. Hækkun 200 m. Þeir göngugarpar sem vilja geta farið í Jarðböðin (ekki innifalið í verði).

 

September

5. september. Kambur við Flateyjardal 1160 m. skorskorskor  

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Sveinn Sigurðsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið út á Flateyjardal á móts við Véskvíar og fólk ferjað á jeppa yfir ána ef færð leyfir, annars þarf að vaða ána. Þá er gengið í stefnu á fjallshrygginn og honum fylgt upp á Kambinn þar sem frábært útsýni er yfir dalinn og nærliggjandi fjalllendi. Vegalengd 5 km hvor leið. Gönguhækkun 1000 m.

12. september. Skuggabjargaskógur - haustlitaferð skorskor Myndir 2014

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Anna Blöndal.
Verð 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Draflastöðum og gengið þaðan út hlíðina og upp á Múlana og skógræktin skoðuð. Síðan út að Skuggabjörgum þar sem staldrað verður við hjá gömlu bæjarrústunum og fræðst um svæðið. Til baka verður farin neðri leiðin, skógargróður skoðaður og hugað að hrútaberjum - ef vill. Þá verður haldið að Draflastöðum, þar sem gott væri að fá sér kaffisopa - ef vill. Vegalengd 14 km. Hækkun um 200 m.

19. september. Seldalur við Öxnadal skorskor 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Gíslason.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Ekið inn að eyðibýlinu Bakkaseli í Öxnadal og gengið eftir götuslóðum um áreyrarnar fram dalinn eftir aðstæðum og síðan aftur að bílunum. Um 14 km. Hækkun 180 m.

 

Október