Skíðaferðir 2022

 

 

Óvenju margar gönguskíðaferðir verða snemma árs 2022, þær eru allar á laugardögum.

ALLIR ÆTTU ÞVÍ AÐ FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

Hér er hægt að skrá sig í ferðirnar

 

5. FEBRÚAR 2022
Bakkar Eyjafjarðarár. Ferð fyrir alla á gönguskíðum skidi   
Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Gangan hefst við Leiruveginn að austan.
Létt og þægileg gönguleið fyrir alla sem ekki langar í bröttu brekkurnar.
Gönguhækkun lítil. Þátttaka ókeypis.

12. FEBRÚAR 2022
Þorvaldsdalur. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir
Ekið að Stærri-Árskógi. Gengið á gönguskíðum fram og til baka
að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal.
Vegalengd 18 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

19. FEBRÚAR 2022
Baugasel. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Anke Maria Steinke.
Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið fram
að eyðibýlinu Baugaseli í dalnum. Gil og rústir skoðuð á leiðinni.
Vegalengd alls 12 km. Gönguhækkun 80 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

26. FEBRÚAR 2022
Skíðastaðir - Þelamörk. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Þægilegt rennsli niður
að Þelamerkurskóla. Farið í heita pottinn ef vill (ekki innifalið).
Ferð við flestra hæfi.
Vegalengd 10 km. Gönguhækkun 160 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

5. MARS 2022
Skíðadalur. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Ekið að bænum Þverá í Skíðadal og gengið þaðan inn að
Sveinsstöðum með viðkomu í Stekkjarhúsum eða eftir því
sem færð leyfir. Dalurinn er frábært skíðasvæði og mjög
fallegur í vetrarbúningi.
Vegalengd alls 17 km. Gönguhækkun 220 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

12. MARS 2022
Kristnes - Sigurðargil. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Gengið er upp norðan við skógræktargirðinguna í Kristnesi og
stefnt upp að Stóruborg. Greið leið norður á Stórhæð þar sem
útsýni er gott. Þaðan hallar svo niður að Sigurðargili þar sem
bílarnir bíða. Selflytja þarf bíla milli Kristness og Sigurðargils.
Vegalengd um 9 km og hækkun um 440 m. 
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

19. MARS 2022
Hrossadalur - Vaðlaheiði. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Valur Magnússon og Kristín Björnsdóttir.
Gengið er frá bílastæði efst á Víkurskarði og fram dalinn að austan
og suður á Vaðlaheiðina. Þaðan er haldið áfram að Þórisstaðaskarði
og að upptökum Hamragils. Þá er sveigt til norðurs að Víkurskarði.
Á móts við Geldingsána taka skíðin rennslið niður vesturhlíðina.
Vegalengd um 15 km. Gönguhækkun um 200 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

26. MARS 2022
Galmaströnd. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Gengið frá Syðri-Reistará og niður undir sjó. Síðan norður til Hjalteyrar
og skoðað hvaðan við fáumheita vatnið. Svo út Arnarnesnafir og aftur
að Reistará um Bjarnarhól.
Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

2. APRÍL 22022
Engidalur - Einbúi. Gönguskíðaferð skidiskidi   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið inn Bárðardal að Engidal eða eftir því sem færð leyfir. Þar er stigið á
skíðin og gengið meðfram Kálfborgarárvatni og út heiðar og ása þar til
haldið er niður að býlinu Einbúa þar sem farið er í bílana (bíll ferjaður að Einbúa).
Vegalengd 21 km. Göngulækkun 200 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

9. APRÍL 2022
Þeistareykjabunga. Gönguskíðaferð skidiskidiskidi  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson.
Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst.
Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins og eru upptök
hennar í Stóravíti. Gengið verður upp í Bóndhólsskarð og að Litlavíti
sem er mjög sérstakt og áfram að Stóravíti. Síðan er gengið á hæsta punkt
Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið og víðsýnt er um svæðið.
Vegalengd um 15 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

23. APRÍL 2022
Glerárdalur - Lambi. Gönguskíðaferð  skidiskidiskidi
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gangan hefst á bílastæði við Súluveg. Gengið er inn að Lamba, skála FFA á
Glerárdal og sama leið farin til baka. Á leiðinni njóta þátttakendur dásemda
fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa.
Vegalengd alls 22 km. Gönguhækkun 440 m.
Þátttaka ókeypis.

1. MAÍ 2022
Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð  skidiskidiskidi
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Viðar Örn Sigmarsson.
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri gönguleið á fjallið.
Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður.
Vegalengd alls 13 km. Gönguhækkun 880 m.
Þátttaka ókeypis.

28. MAÍ 2022
Kaldbakur 1173 m. Skíða- eða gönguferð
   skidiskidiskidi  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Vignir Víkingsson.
Kaldbakur er ein af perlum Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands.
Fjallið er talið vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á fjallið er ógleymanleg lífsreynsla.
Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönskum landmælingamönnum 1914. Gengin er stikuð leið.
Vegalengd alls um 12 km. Gönguhækkun 1140 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn. 

Erfiðleikastig ferða