Skíðaferðir 2023

 

Á árinu 2023 eru 12 fjölbreyttar skíðagönguferðir á dagskrá.

Einnig er boðið upp á skíðagöngunámskeið, gunnnámskeið og framhaldsnámskeið
auk fjallaskíðanámskeiðs. Sjá nánar um það hér
ALLIR ÆTTU ÞVÍ AÐ FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI

Sérstök kynning verður á skíðaferðum vetrarins þann 12. janúar kl. 20 í húsnæði FFA, Strandgötu 23.

Erfiðleikastig ferða

Búnaðarlisti fyrir dagsferð á gönguskíðum

4. febrúar, laugardagur
Bakkar Eyjafjarðarár: Skíðaganga  
Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson.
Ferðin hefst á bílastæðinu neðan við Kaupang og er gengið að Eyjafjarðará og síðan suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á leiðinni heyrum við sögur af fólki og dáumst að fögru útsýninu. Þægileg gönguleið á flötu landi. Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar. Ferð fyrir alla.
Vegalengd 10 km.
Þátttaka ókeypis.

 

11. febrúar, laugardagur
Baugasel í Barkárdal: Skíðaganga  
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Anke Maria Steinke.
Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið fram að eyðibýlinu Baugaseli en þar er lítið safn gamalla muna. Gil og rústir skoðuð á leiðinni. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 12-13 km. Gönguhækkun 80 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

18. febrúar, laugardagur
Galmaströnd: Skíðaganga  
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson.
Gengið er frá Syðri-Reistará og niður undir sjó. Síðan norður til Hjalteyrar og skoðað hvaðan við fáum heita vatnið. Svo út Arnarnesnafir og aftur að Reistará um Bjarnarhól.
Vegalengd alls 12-13 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

25. febrúar, laugardagur
Súlumýrar: Skíðaganga  
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson.
Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og er haldið þaðan upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og má finna leiðir við allra hæfi.
Vegalengd alls 12-13 km. Gönguhækkun 300 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

4. mars, laugardagur
Skíðadalur: Skíðaganga  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson.
Ekið að hliði innan við bæinn Þverá í Skíðadal og gengið þaðan inn að Sveinsstöðum með viðkomu í Stekkjarhúsum eða eftir því sem færð leyfir. Dalurinn er frábært skíðasvæði og mjög fallegur í vetrarbúningi.
Vegalengd alls 13-14 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

11. mars, laugardagur
Þorvaldsdalur: Skíðaganga    
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Fjóla Kristín Helgadóttir.
Ekið að Stærri-Árskógi. Þaðan er gengið á gönguskíðum að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal og til baka sömu leið.
Vegalengd alls 18-19 km. Gönguhækkun 150 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

18. mars, laugardagur
Illugastaðir - Sörlastaðir: Skíðaganga
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson.
Ekið að Fnjóskárbrú hjá Illugastöðum og gengið inn Fnjóskadal framhjá eyðibýlum að Sörlastöðum, en þangað er um 10 km ganga. Sama leið gengin til baka. Á leiðinni verða sagðar sögur af svæðinu og dáðst að stórfenglegu útsýninu í fremsta hluta Fnjóskadals.
Vegalengd alls 19-20 km. Gönguhækkun 90 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

25. mars, laugardagur
Stöng - Þverá: Skíðaganga   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson.
Ekið austur á Mývatnsheiði að afleggjaranum í Stöng þar sem bílarnir eru skildir eftir. Rúta sækir hópinn svo að Þverá og flytur að bílunum.
Gengið austan Másvatns, upp á Ljótsstaðahall og síðan norður mýrina. Á leiðinni eru rifjaðar upp slysfarasögur við Hallgrímslág og Skollhóla. Ferðin endar við bæinn Þverá í Laxárdal. Mikið útsýni er af Laxárdalsheiðinni.
Vegalengd 17 km. Gönguhækkun 60 m.
Verð: 9.500/11.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

 

1. apríl, laugardagur
Mosi í Böggvisstaðadal: Skíðaganga  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson.
Ekið til Dalvíkur að skíðaskálanum í Böggvisstaðafjalli. Þaðan er skíðað upp í Böggvisstaðadal og áfram inn dalinn, fram hjá Dalakofanum sem er áningarskáli og kúrir undir Grímubrekkum. Áfram er haldið í áfangastað sem er skálinn Mosi. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun 650 m. Greiða þarf aðstöðugjald í Mosa.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

15. apríl, laugardagur
Þeistareykjabunga - Þeistareykir: Skíðaganga  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson.
Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst. Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins en upptök hennar eru í Stóra-Víti. Gengið verður upp í Bóndhólsskarð, að Litla-Víti sem er mjög sérstakt og áfram að Stóra-Víti. Síðan er gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið og víðsýnt er um svæðið.
Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

22. apríl, laugardagur
Glerárdalur - Lambi: Skíðaganga  
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir.
Gangan hefst á bílastæðinu við Súluveg. Gengið er inn að Lamba, skála FFA á Glerárdal og sama leið farin til baka. Á leiðinni njóta þátttakendur dásemda fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa.
Vegalengd alls 22 km. Gönguhækkun 440 m.
Þátttaka ókeypis.


28. - 30. apríl, helgarferð
Laugafell: Skíðaganga  
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Aðalsteinn Árnason.
Um er að ræða þriggja daga vetrarferð sem krefst viðeigandi vetrarbúnaðar. Gist verður í skálunum Berglandi og Laugafelli.
1. d., föstudagur: Hólsgerði - Bergland. Ekið að Hólsgerði og skíðin spennt á gönguhópinn.
Vegalengd 15 km. Hækkun 840 m.
2. d., laugardagur: Bergland - Laugafell
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun óveruleg.
Ef veður er gott þá verður gengið um Sesseljubæ í Geldingsárdrögum á leiðinni í Laugafell. Laugin í Laugafelli bíður ylvolg eftir lúnum göngumönnum
3. d., sunnudagur: Laugafell - Hólsgerði
Vegalengd 35 km, töluvert undan fæti í lok dags.
Stefnt á að vera komin að fremsta bæ í Eyjafirði fyrir myrkur.
Um vetrarferð er að ræða og þurfa þátttakendur að vera útbúnir samkvæmt því. Nauðsynlegur búnaður eru utanbrautarskíði með stálköntum, hlýr fatnaður, hlýir skór, bakpoki eða púlka.
Verð: 10.000/13.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting í tvær nætur.

1. maí, laugardagur
Kaldbakur: Göngu- eða skíðaferð   
Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Marjolijn van Dijk.
Kaldbakur er ein af perlum Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Fjallið er talið vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á fjallið er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönskum landmælingamönnum 1914.
Vegalengd alls 12-13 km. Gönguhækkun 1140 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
SKRÁNING