Fjallaskíðahópur

 

Fjallaskíðahópur FFA – vetur og vor 2021                                                                                                              instagramsíða: https://www.instagram.com/ferdafelag_akureyrar/ 

Verkefnið verður byggt upp sem stutt námskeið og æfingar í byrjun og endar á lengri ferðum. Þátttakendur þurfa ekki að hafa mikla reynslu af fjallaskíðamennsku en miðað er við að fólk sé vant á skíðum, kunni að beita skíðum og eigi eða hafi aðgang að fjallaskíðabúnaði. Um er að ræða hóp sem haldið verður vel utan um m.a. með öruggri fararstjórn og leiðsögn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf. Verslunin Hornið - Útivist og veiði er í samstarfi við FFA um verkefnið og mun bjóða þátttakendum afslátt á búnaði til fjallaskíðamennsku.

Í hópnum er miðað við að allir fái að njóta sín, að vera saman, læra saman og hafa gaman.  

Verkefnið hefst 12. janúar með undirbúningi og kennslu og því lýkur í maí. Ákveðin óvissa er í dagsetningum vegna ófyrirsjáanlegra snjóalaga. Þó verður reynt að gera eitthvað 1 – 2 svar í mánuði fram í maí, sjá plan hér.

Námskeið og æfingar verða þrjú skipti á virkum dögum (þriðjudagar eða  fimmtudagar) kl. 17.30 og gert ráð fyrir 1.5 - 3 tímum í senn. Áætlað er að fara í fimm lengri ferðir á laugardögum eða sunnudögum allt eftir veðri og aðstæðum, þá verður lagt af stað kl. 9.

Umsjón með verkefninu og fararstjórar eru Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson.

Lágmarksfjöldi er 12 manns og hámarksfjöldi 18 manns.

Verð: 28.000 kr. fyrir félagsmenn í FFA eða FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA við sem er 8.700 kr.