Fjallaskíði

 

TOPPAFERÐIR Á FJALLASKÍÐUM

 

Tvær „Toppaferðir“ fyrir fjallaskíðafólk eru fyrirhugaðar eftirfarandi daga: 29. eða 30 maí og/eða 5. eða 6. júní. Hvort af verður fer eftir því hvernig viðrar til ferðar: Annað hvort báðar ferðir, önnur eða engin, en allt fer það eftir færð og snjóalögum eins og fjallaskíðafólk þekkir.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig í ferðirnar og taka sénsinn. Skráningin er ekki bindandi en þá er a.m.k. kominn listi yfir áhugasama þátttakendur og svo verður haft samband með 2ja - 3ja daga fyrirvara um hvort eða hvor ferðin verður farin. Mjög áríðandi að staðfesta þegar fólk fær póst um ferðina. FFA ætlar að prófa að hafa þennan háttinn á við þessar ferðir í samstarfi við fararstjórana. 

Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Farið á einkabílum.

Útburðarskálarhnjúkur 1172m 5. júní 2021

FJALLSKÍÐAFERÐ

Brottför kl. 8:00 frá FFA Strandgötu 23 á einkabílum.

Keyrt til Grenivíkur og áfram á grófum malarvegi (einungis fært jeppum eða fjórhjóladrifnum bílum) út með Látraströnd að eyðibýlinu Svínárnesi. Þaðan eru skíðin borin á bakinu upp í snjólínu (um 200m), svo er skinnað áfram upp Svínárdal, í Útburðarskál og þaðan upp á tindinn. Heildarhækkun er um 1100 m. Af tindinum er skíðað sömu leið niður.

Þátttakendur þurfa að mæta með allan búnað; hjálm, ýli, snjóflóðastöng og skóflu. Best er að hafa bakpoka með skíðafestingum. Ferðin er miðuð við þá sem kunna á skíði og eiga eða hafa aðgang að fjallaskíðabúnaði. Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af fjallaskíðamennsku, kunna að beita skíðunum í fjölbreyttum aðstæðum (hjarni, lausamjöll, vindbörðum snjó og í hliðarhalla).

Ferðin tekur um 7 - 8 klukkutíma og því skilyrði að koma vel nestaður.

Takmarkaður fjöldi.

Fararstjórar: Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson
Verð: 4.500 kr. fyrir félagsmenn og maka en 6.500 kr. fyrir aðra. Innifalið: Fararstjórn

SKRÁNING

------------------------------------------------------------

Kerling í Eyjafirði

FJALLASKÍÐAFERÐ

Brottför kl. 9:00 frá FFA Strandgötu 23 á einkabílum.

Lagt af stað frá Merkigili.Skinnað upp á tindinn og fólk rennir sér tilbaka að bílunum. Þátttakendur þurfa að mæta með allan búnað, hjálmanotkun og „heilög þrenning“ er skilyrði. Miðað við þá sem kunna á skíði og eiga fjallaskíðabúnað. Þátttakendur þurfa að hafa töluvert mikla reynslu af fjallaskíðamennsku, kunna að skíða og beita skíðunum í fjölbreyttum aðstæðum (hjarni, lausamjöll og/eða vindbörðum snjó). Aðstæður geta orðið krefjandi. Gott úthald skilyrði.
Gengið upp svokallaðan Kvarnárdal. Hæðarhækkun er ca. 1350 metrar allt eftir því hve hátt gangan hefst. Líklegt að ferðin í heild taki 7 – 8 tíma.
Fararstjórar: Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson
Verð: 4.500 kr. fyrir félagsmenn og maka en 6.500 kr. fyrir aðra. Innifalið: Fararstjórn

SKRÁNING

 

                                                                                                       instagramsíða: https://www.instagram.com/ferdafelag_akureyrar/