Fjallaskíði 2023

Fjallaskíðanámskeið hjá FFA 2023

SKRÁNING

 

Þátttakendur þurfa ekki að hafa mikla reynslu af fjallaskíðamennsku en miðað er við að fólk sé vant á skíðum, kunni að beita skíðum og eigi eða hafi aðgang að fjallaskíða­búnaði.  Vel verður haldið utan um hópinn m.a. með öruggri fararstjórn og leiðsögn, fésbókarsíðu og góðri upplýsingagjöf. Miðað er við að allir fái að njóta sín, að vera saman, læra saman og hafa gaman. 

Fallaskíðanámskeið:  Hefst 21. febrúar 2023 og lýkur í lok mars. Það byggist á þremur æfingum og þremur lengri ferðum sjá nánar hér.
Umsjón með verkefninu og fararstjórar eru Kristín Irene Valdemarsdóttir og Jón Marinó Sævarsson.
Þátttakendur þurfa að mæta með allan búnað og hjálmanotkun er skilyrði.

Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Verð:
24.000 kr. fyrir félagsmenn í FFA eða FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 29.000 kr. Greiða þarf námskeiðið þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.

ATH. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport,
sjá hér: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið. Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Nánari upplýsingar veita: Kristín Irene fararstjóri á netfanginu kristinirenevaldemarsdottir@gmail.com eða í síma 898-3171 og Jón Marinó fararstjóri á netfanginu jonmarsae@gmail.com eða í síma 863-7724.  Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.

                                                                                                       instagramsíða: https://www.instagram.com/ferdafelag_akureyrar/