Skíðagöngunámskeið FFA 2024

Tvö skíðagöngunámskeið á utanbrautarskíðum 2024

Framhaldsnámskeiðið er orðið fullt

Grunnnámskeið hefst er frá 23. janúar. Farið verður í fjórar kvöldferðir og eina dagsferð.

Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum) og langar að fara í skíða­gönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, meðferð skíða (áburð og um­önnun), klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.

Í ferðunum verður ekki gengið í troðnum brautum heldur munum við reyna að fara „ótroðnar slóðir“ og hafa gaman saman.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Skráningu lýkur 18. janúar.

Verð: 19.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 24.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.

Framhaldsnámskeið hefst 20. febrúar. Farið verður í fimm ferðir.
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum), geta beitt þeim og skíðað í 3-4 klst. Á námskeiðinu er farið í ferðir sem ekki eru eingöngu á flatlendi, þó ekki í miklu brattlendi. Markmiðið er að vera saman, læra á sjálfan sig og betur á skíðin og hafa gaman.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Verð: 21.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 26.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.

Umsjón með námskeiðunum og fararstjórar eru:
Bryndís Inda Stefánsdóttir bryndisinda@gmail.com eða í síma 846-6952 og
Valgerður Húnbogadóttir hunboga@gmail.com.
Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.

-------------------------------

Mikilvægt:

Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum hjá FFA og FÍ, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.