Skíðagöngunámskeið FFA

Skíðagöngunámskeið á utanbrautarskíðum

Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum og langar að fara í skíðagönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, meðferð skíða, áburð og umönnun svo og klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.

Hvað eru utanbrautargönguskíði? Það eru gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum.

Vel verður haldið utan um hópinn m.a. með öruggri fararstjórn og leiðsögn svo og góðri upplýsingagjöf. Í ferðunum verður ekki gengið í troðnum brautum heldur verður reynt að fara ótroðnar slóðir og hafa gaman saman.

Námskeiðið hefst 20. janúar 2022 og lýkur í lok febrúar. Það byggist upp á fimm kvöldferðum og tveimur dagsferðir sjá plan hér.

Umsjónarmenn og fararstjórar eru Anna Sigrún Rafnsdóttir og Bryndís Indíana Stefánsdóttir.

Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Verð: 24.500 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir aðra bætist félagsgjald í FFA fyrir 2022 við
sem er 8.900 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. 

Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

ATH. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum s.s. Skíðaþjónustunni og Útivist og sport,
sjá betur hér: Gerast félagi í FFAþar getið þið skráð ykkur í félagið. 

Námskeiðið er fullbókað og búið að loka fyrir skráningar. 

Nánari upplýsingar veita: Anna Sigrún á netfanginu  annasr45@gmail.com  og í síma 848-1090 og
Inda á netfanginu bryndisinda@gmail.com eða í síma 846-6952.