20220102 Nýársganga FFA 2022
- 3 stk.
- 30.01.2022
Nýársdagsgöngu FFA þurfti að færa aftur um einn dag vegna veðurs. Talsverð ófærð var í nágenni Akureyrar og var því genginn hringur innanbæjar. Roar Kvam var fararstjóri.
Skoða myndirNýársdagsgöngu FFA þurfti að færa aftur um einn dag vegna veðurs. Talsverð ófærð var í nágenni Akureyrar og var því genginn hringur innanbæjar. Roar Kvam var fararstjóri.
Skoða myndirAlls tóku 34 þátt í göngu FFA eftir bökkum Eyjafjarðarár. Gengið var eftir austubakkanum frá Hrafnagili að Kaupangi. Veður var stillt en kalt, um 11 stig frost. Gengnir voru 10 km á 3 klukkustundum. Fararstjóri Ingvar Teitssons og honum til aðstoðar voru vaskir FFA menn. Myndir Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 12. febrúar fór 11 manna hópur á gönguskíðum í Þorvaldsdal. Gengið var í skálann Derri í góðu færi og stilltu veðri. Þangað er um 9 km leið frá Stærra Árskógi. Allt gekk eins og í sögu og tók gangan tæpa sex tíma báðar leiðir með stoppi í skálanum. Áslaug Melax og Fjóla Kristín Helgadóttir, sem var fararstjóri í ferðinni, tóku myndirnar.
Skoða myndirBaugasel á vegum FFA laugardaginn 19. febrúar: 16 manns fóru í gönguskíðaferð í Baugasel. Þægileg ferð í fallegu veðri, svolítið kalt. Fararstjóri var Anke Maria Steinke. Myndirnar tók Árni Ólafssson.
Skoða myndirFerð á vegum Ferðafélags Akureyrar, gengið var frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Eftir smá nestisstopp var haldið niður hlíðina. Snjórinn var vindbarinn og harður og þegar neðar kom var kominn skari en mjúkt undir og erfitt skíðafæri. Allt gekk þetta þó að lokum og eftir heitapott var þetta bara gott ævintýri. Fararstjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson.
Skoða myndirÞann 5. mars var farin ferð á gönguskíðum í Skíðadal. Góð þátttaka var í ferðinni og ferð og færi gott. Fararstjóri var Kristján Hjartarson. Myndirnr tók Marjolijn.
Skoða myndirÞann 9. apríl var gönguskíðaferð að Þeistareykjum. Veðrið og færðin var eins og best var á kosið og þátttaka góð. Sigurgeir Sigurðsson fararstjóri tók þessar frábæru myndir.
Skoða myndir