- 15 stk.
- 29.03.2009
20090329 Farið var í Baugasel smá sárabót vegna þess að hætta varð við ferðina Klaustur Húsavík .
Barkárdalur er hliðardalur úr Hörgárdal.Baugasel er gamalt býli sem fór í eyði 1965 en
Ferðafélagið Hörgur, sem stofnað var í Baugaseli á Jónsmessu 1981, hefur unnið að lagfæringu gömlu
bæjarhúsanna. Bærinn er torfbær með tveim timburburstum og er frambærinn óþiljaður með
moldargólfi en baðstofan þiljuð í hólf og gólf.
Fararsjóri og myndasmiður Frímann Guðmundsson