Öskjuvegurinn

Öskjuvegurinn á vegum Ferðafélags Akureyrar er fimm daga trússferð um perlur íslenskra öræfa, Herðubreiðarlindir, Öskju, (sem er ein frægasta askja jarðarinnar), Öskjuvatn með sína dulmögnun og sögu, Víti og auðnir Ódáðahrauns.

 

FFA FFA FFA

Öskjuvegur. Sumarleyfisferð. Trússferð. skorskorskor


Gist í skálum. Í upphafi ferðar keyrir trússbíllinn vistir í skálana sem gist er í og skilur eftir. Annan útbúnað þarf fólk að bera með sér. Athugið að fólk þarf sjálft að sjá sér fyrir fæði.Nánari lýsing:
1. d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla með viðkomu í Herðubreiðarlindum.
2. d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, e.t.v. farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka.
3. d. Ekið upp í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. Vegalengd 14 km.
4. d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna, skála FFA. Vegalengd 20-22 km.
5. d. Lokadag göngunnar er fylgt gömlum jeppaslóða frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. Vegalengd 15-16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng, farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.

Margir hafa gengið Laugaveginn. En færri hafa farið svokallaðan Öskjuveg sem er fimm daga ferð um öræfi Íslands sem Ferðafélag Akureyrar býður upp á.

Er ekki kominn tími til og fara í alvöru öræfaferð um Ódáðahraun, stærstu samfelldu hraunbreiðu landsins?


 

FFA
Stoppað er í Herðubreiðarlindum.

Herðubreið
er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“  vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík  fjöll,  þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2003.

 

FFA
Snæfell í fjarska á leiðinni Bræðrafell - Dreki

 

FFA

Fólk kynnist í góðum hópi

FFA

Gengið yfir á snjóbrú

 

ffa

Drekagil

 

ffa

Öskjuvatn þetta er sjón sem enginn gleymir sem séð hefur.

Margir Íslendingar hafa ekki séð eða upplifað undur Öskju, sem þúsundir erlendra ferðamanna koma til að upplifa og sjá á hverju ári.

Askja í Dyngjufjöllum var friðlýst sem náttúruvætti 1978 og er ein sérstæðasta jarðmyndunin í Ódáðahrauni. Mörg eldgos hafa orðið í Öskju sem er mikil sporöskjulaga sigdæld. Þar er Öskjuvatn sem er næstdýpsta stöðuvatn Íslands eða 217 m. Öllum sem koma í Öskju verður hún ógleymanleg. Mikilleiki náttúrunnar og smæð mannsins birtast þar óvenju skýrt.

Pálmi Hannesson fyrrum rektor í MR sagði: "Ég hef það fyrir satt, að Askja sé furðulegasti staðurinn á þessu furðulega landi. Og ég þykist vita, að á allri jörðinni séu fáir staðir jafn stórbrotnir og ægilegir og hún, og ég veit, að hver sá, sem eitt sinn hefur hana augum litið, gleymir henni aldrei meir."

 

ffa

 

ffa

Spenna

 

ffa

Gott að hvíla lúin bein í Dyngjufjallaskála góðum skála FFA .

 

ffa

Hér á gróðurinn erfitt uppdráttar.


ffa

Allt í einu birtist vatnið og eftir að hafa verið marga daga í auðn Ódáðahrauni er þetta sterk upplifun að sjá vatnið og áhrif þess. Upplifun sem við tökum ekki eftir nema að hafa fyrir því og ganga Öskjuveginn.

(Flestar myndirnar á Jakob Kárason)

Skráning í Öskjuferðir og upplýsingar hjá FFA, sími 462-2720 alla virka daga milli 11 og 13 og frá kl 18-19 föstudaga og eftir 1. júní  frá kl 15-18 virka daga. Tölvupósti er svarað alla virka daga, netfang er ffa@ffa.is