Kynning á sumarleyfisferðum FFA 2025

Kynning á sumarleyfisferðum FFA 2025
13. febrúar kl. 20 í húsnæði FFA Strandgötu 23

FFA hefur um árabil boðið upp á ferðir um Ódáðahraunssvæðið. Ingvar Teitsson er einn þeirra sem þekkir það einna best. Á kynningunni ætlar hann að fara vítt og breytt um svæðið með okkur, segja frá uppbyggingu FFA þar, sögur af ferðum og rifja upp fjölbreytta möguleika ferðamannsins á þessu magnaða svæði. Inn í frásögn hans fléttast svo fjórar ferðir sem eru á ferðaáætlun FFA 2025 á Ódáðahraunssvæðinu; fjögurra daga ferð um Öskjuveginn, fjögurra daga ferð frá Herðubreiðarlindum að Öskju, helgarferð á Herðubreið og síðast en ekki síst "Ævintýraferð í Botna" sem er barna- og fjölskylduferð.

Einnig ætla þær Ásdís og Birna að segja okkur frá fyrirhugaðri helgarferð inn á Glerárdal í ágúst.

Fararstjórar verða á staðnum.

Allir velkomnir