Brúin á Fremri-Lambá endurbyggð þ. 28. júní 2014

29/06/2014
| Ingvar Teitsson

Brúin á Fremri-Lambá á gönguleiðinni fram í Lamba sligaðist undan snjóþyngslum veturinn 2012-2013. Laugardaginn 28. júní 2014 endurbyggðu fjórir félagar úr FFA brúna svo að gönguleiðin fram í Lamba er nú greið og auðrötuð. Einnig voru merkingar í Lamba endurbættar og hellulagt frá nýja skálanum að salerninu. Smellið á \"MYNDIR\" og svo á \"Bygging Lamba\" til að sjá myndir af framkvæmdinni.