Ferðaáætlun 2006

17/12/2005
| Ferðafélag Akureyrar

Nú er ferðaáætlun félagsins fyrir árið 2006 komin inn á heimasíðuna

Í nýju ferðaáætlunni er reynt að hafa ferðir eins fjölbreyttar og kostur er og er von okkar að sem flestir finni ferðir við sitt
hæfi.  Nokkrar nýjar ferðir eru á dagskránni sem ekki hefur verið boðið upp á til þessa, þar má nefna söguferð
um Eyjafjörð í maí og jarðfræðiferð í Fnjóskadal í júní.  Einnig eru í boði spennandi ferðir um
Tröllaskagann og á Herðbreið.



Fyrsta ferðin á dagskrá er skíðaferð yfir Bíldsárskarð í byrjun mars.  Ef sjóalög verða góð í
janúar og febrúar mun félagið standa fyrir skíðaferðum en það verður þá auglýst sérstaklega þegar þar
að kemur.