Langanes og Öxarfjörður út og suður

05/11/2012
| Ingimar Árnason

Ferðafélagið Norðurslóð heldur myndakvöld og ferðakynningu miðvikudagskvöldið 16. maí

Ferðafélagið Norðurslóð heldur myndakvöld og ferðakynningu miðvikudagskvöldið 16. maí í aðstöðu Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23.


Sýndar verða myndir af félagssvæði Norðurslóðar sem nær úr Kelduhverfi austur á Bakkafjörð. Aðallega þó úr sumarleyfisferðum um Langanes og í Öxarfirði út og suður.


Myndakvöldið hefst kl. 20:00. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir.