Skíðagöngunámskeið

02/02/2010
| Ingimar Árnason



TVG-Zimsen býður í samstarfi við Skíðafélag Akureyrar uppá stutt kynningarnámskeið í skíðagöngu fyrir alla
áhugasama. Námskeiðin verða haldin á skíðagöngusvæðinu í Hlíðarfjalli eftirfarandi þrjá fimmtudaga og eru
þau þátttakendum að kostnaðarlausu. 4. febrúar, 25. febrúar og 18. mars.


Námskeiðin hefjast kl. 18.00 og kl. 19.00 (gott að vera komin í skíðagönguhús 15 mínútum fyrr).


Skíði, skór og stafir verða á staðnum fyrir þá sem þurfa.