Smíði Nýja-Lamba gengur vel

15/03/2014
| Ingvar Teitsson

Áfram er unnið af krafti við smíði Nýja-Lamba. Laugardaginn 15. mars 2014 unnu 14 manns meira og minna við smíðina. Klætt var með aluzinki utan á veggi skálans og borin olía á panel sem kemur í loft skálans. Síðustu daga hefur verið byrjað á að klæða veggi forstofunnar með plötum, sem verða endanlegt innra byrði skálans. Smellið á MYNDIR og síðan á Bygging Lamba til að sjá nánar um framgang verksins.