Sumarlok

29/08/2005
| Ferðafélag Akureyrar

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.

Þá eru síðustu ferðir sumarsins á enda og ferðadagskráin tæmd að sinni.

Þetta er búið að vera ágætis ferðasumar, þó veðrið hafi nú stundum gert okkur lífið leitt. Flestar ferðir sem voru
á dagskrá hafa þó verið farnar og fín mæting í þær. Þökkum við öllum þeim fjölmörgu sem hafa
ferðast með okkur í sumar fyrir þátttökuna og skemmtilegt sumar. Á haustdögum taka kynningarkvöld og myndasýningar við og svo
skíðaferðir eftir áramót. Það sem verður á döfinni hverju sinni verður auglýst sérstaklega þegar þar að
kemur.


Skrifstofan lokar nú í enda ágúst en verður áfram opin á föstudögum fyrir ferðir. Símsvari gefur upplýsingar um
opnunartíma og tengilið sem hægt er að ná til í síma.