Af félagsfundi FFA 2026
6. janúar 2026

Af félagsfundi FFA 2026
Það var þröngt á þingi á félagsfundi FFA í gærkvöldi en þar mættu 30 manns til að spjalla um starf félagsins. Ræddar voru hugmyndir um afmælisár félagsins en félagið verður 90 ára á árinu. Einnig fékk umræða um framtíð Herðubreiðarlinda góðan tíma en þar var fyrst og fremst verið að leita eftir hugmyndum félagsmanna um svæðið og framtíð þess innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
