Félagið
FFA er fjölmennasta deildin innan Ferðafélags Íslands (FÍ).
Rekstur skála er veigamikill þáttur í starfi félagsins en alls á félagið og rekur þrjá stærri skála og fjóra gönguskála. Öll vinna í kringum skálana er unnin í sjálfboðaliðsvinnu nema skálavarsla.
Félagið skipuleggur ferðir og gefur út ferðaáætlun fyrir hvert ár þar á meðal veglega gönguviku í júní.
Félagið gefur árlega út tímaritið Ferðir. Það hefur komið út nær óslitið síðan 1940.
Þaulinn er gönguleikur sem félagið hefur staðið fyrir síðan 2010. Inn í þann leik bættist krakkaþauli árið 2017. Á árinu 2020 hóf félagið að skipuleggja sérstök Hreyfiverkefni þar sem fólki stendur til boða að skrá sig í hóp um ákveðin verkefni.

