Gistiskilmálar
Nauðsynlegt er að panta skálagistingu og greiða þarf staðfestingargjald við bókun. Til að tryggja félagsverð þarf að greiða árgjald áður en greiðsla fer fram.
Afslættir
Félagsmenn í Ferðafélagi Akureyrar, FÍ og deildum þess fá afslátt í alla skála og tjaldsvæði félagsins. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.
Börn að 18 ára aldri, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald bæði í skála og á tjaldsvæði. Börn, 6 ára og yngri, gista ókeypis með forráðamönnum sínum.
Bókunarskilmálar
Við bókun pöntun er krafa stofnuð í banka fyrir staðfestingargjaldi á bókun og þarf að greiða hana í síðasta lagi tveimur vikum síðar. Ef viðkomandi hættir við bókun er hann beðinn að láta vita á netfanginu ffa@ffa.is
Átta vikum fyrir komudag er krafa stofnuð í banka fyrir lokagreiðslu sem þarf að greiða innan tveggja vikna, þ.e. sex vikum fyrir komudag.
Breytingagjald: 500 kr. fyrir hverja bókun fyrir fjóra farþega eða fleiri.
Afbókunarskilmálar
Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur:
- Staðfestingargjald er ekki endurgreitt
- Afbókun 7 – 13 dögum fyrir komudagsetningu: 50% af gistigjaldi endurgreitt
- Afbókun innan við 7 dögum fyrir komudagsetningu: Ekkert endurgreitt
- Ekki er endurgreitt vegna veðurs, færðar eða annarra náttúrafla, seinkunar eða ef viðkomandi mætir ekki á staðinn
- Staðfestingargjald er aldrei endurgreitt
Tryggingar
Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu og dvelja í skálum eða á tjaldsvæðum félagsins á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir, vera vel útbúið og kynna sér veður áður en lagt er af stað.

