Fyrirhugaðar skíðagönguferðir 2026
Fyrirkomulag skíðagönguferða FFA 2026
Í febrúar, mars og apríl er fyrirhugað að fara í nokkrar skíðagönguferðir. Hvaða ferðir verða fyrir valinu, hvenær og hvert verður farið ræðst af snjóalögum og veðri. Áætlað er að ferðirnar taki 3-6 klst. Ef útlit er fyrir að hægt verði að fara í ferð á laugardegi verður það auglýst á miðvikudegi og þá verður hægt að skrá sig strax.

Fyrirhugaðar skíðagönguferðir 2026 eru birtar hér neðar á síðunni. Hægt verður að skrá sig
í þær jafnóðum og ákveðið hefur verið hvenær þær verða farnar.
Nágrenni Kröflu í Mývatnssveit
2 skór
Nágrenni Kröflu í Mývatnssveit
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23, sameinast í bíla.
Fararstjórn: Þóroddur F. Þóroddsson
Fyrsta skíðagönguferð FFA 2026 er fyrirhuguð um nágrenni Kröflu í Mývatnssveit.
Nægur snjór var á svæðinu síðastliðinn laugardag, nokkuð hart færi, engin svell og auðvelt að fara um á skíðum með stálköntum, landslag tiltölulega flatt og engar erfiðar brekkur.
Sameinast í bíla frá FFA og frá bílastæði við Kröflustöð kl 11:30 komið í bíla aftur ekki síðar en kl 15-15:30.
Þátttaka ókeypis
Bakkar Eyjafjarðarár
1 skór
Bakkar Eyjafjarðarár
Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Ólafur Kjartansson
Ferðin hefst á bílastæðinu neðan við Kaupang og er gengið að Eyjafjarðará og síðan suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á leiðinni heyrum við sögur af fólki og dáumst að fögru útsýninu. Þægileg gönguleið á flötu landi. Ferð fyrir alla. Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar.
Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: Engin.
Þátttaka ókeypis
Illugastaðir – Sörlastaðir
2 skór
Illugastaðir í Fnjóskadal - Sörlastaðir
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Valur Magnússon
Ekið að Fnjóskárbrú hjá Illugastöðum. Gengið þaðan og fylgt vegarslóða austan Fnjóskár, framhjá eyðibýlunum Belgsá og Bakka að Sörlastöðum sem fór í eyði 1959. Sama leið farin til baka. Fallegt umhverfi og áhugaverð saga byggðarinnar þarna. Vegalengd alls 20 km. Gönguhækkun: 80 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Galmaströnd
2 skór
Galmaströnd
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Áslaugur Haddsson
Gengið er frá Ósi norður til Hjalteyrar og skoðað hvaðan við fáum heita vatnið. Svo út Arnarnesnafir og aftur að Ósi um Bjarnarhól.
Vegalengd: 12 km. Gönguhækkun: Lítil.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Þorvaldsdalur
2 skór
Þorvaldsdalur
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Valur Magnússon Ekið að Stærra-Árskógi. Gengið á gönguskíðum fram og til baka að skálanum Derri í vestanverðum Þorvaldsdal.
Vegalengd: 18 km. Gönguhækkun lítil. Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Öngulsstaðir – Garðsárdalur
2 skór
Öngulsstaðir - Sörlastaðir
Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Jóhannes Geir Sigurgeirsson Lagt verður upp frá Öngulsstöðum og gengið þaðan upp á Hóla og fram Öngulsstaðadal fram að Helgárseli og um Reitinn inn að Melrakkadalsá þar sem verður nestisstopp. Sama leið farin til baka og endað með kakói og kringlum í Gamla bænum á Öngulsstöðum.
Vegalengd: 20 km. Gönguhækkun: 290 m. Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Kristnes – Sigurðargil
2 skór
Kristnes - Sigurðargil
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Ólafur Kjartansson
Gengið er upp norðan við skógræktargirðinguna í Kristnesi og stefnt upp að Stóruborg. Greið leið norður á Stórhæð þar sem útsýni er gott. Þaðan hallar svo niður að Sigurðargili þar sem bílarnir bíða. Selflytja þarf bíla milli Kristness og Sigurðargils.
Vegalengd: 9–10 km og hækkun um 440 m.
Verð: 2.200 / 3.900 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Laxárdalsheiði - Litlu Laugar
2 skór
Laxárdalsheiði frá Stangarafleggjara að Litlu Laugum í Reykjadal
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Konráð Gunnarsson og Sigurgeir Sigurðsson
Gengið frá hringvegi 1 við afleggjarann að Stöng á Nónskarðsási. Haldið norður heiðina og stefnt að Másvatni um Kollásamýri að Hallgrímslág þar sem tveir menn urðu úti um 1830. Þaðan er haldið yfir Kalmanstjörn, upp á Ljótsstaðahall og að Skollhólum þar sem tvær vinnukonur frá Þverá í Laxárdal urðu úti 1880. Þaðan er haldið að suðurenda Hvítafells og sveigt vestur af heiðinni og niður að Litlu-Laugum í Reykjadal. Selflytja þarf bíla milli Litlu-Lauga og Stangarafleggjarans.
Vegalengd: 18 km Gönguhækkun: Óveruleg.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Lundarbrekka í Bárðardal
2 skór
Lundarbrekka í Báðardal
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Jóhannes Áslaugsson og Hjörvar Jóhannesson
Ekið í Bárðardal og bílum lagt við Kálfborgarána þar sem gangan hefst, svolítið á fótinn í byrjun upp á heiðarbrún. Stefnt er í suður og gengið því sem næst beina leið að Brunnvatni og sennilega yfir það. Síðasti leggurinn er svo niður í móti að Lundarbrekku þar sem þátttakendum verður boðið upp á eitthvað heitt að drekka.
Vegalend: 20 km. Gönguhækkun: 150–200 m. Selflytja þarf bíla að Lundarbrekku. Verð: 2.500 / 4.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Krafla – Reykjahlíð
2 skór
Krafla - Reykjahlíð
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Þóroddur Þóroddsson
Einn bíll skilinn eftir á flugvellinum við Reykjahlíð. Ekið að Kröfluvirkjun og gengið þaðan að Leirhnjúk og vestur yfir hraunin og síðan sem leið liggur að flugvellinum. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd: 15 km. Gönguhækkun: 50 m og lækkun 300 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.
Reykjahlíð – Vagnbrekka
2 skór
Reykjahlíð - Vagnbrekka
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23
Fararstjórn: Egill Freysteinsson
Einn bíll skilinn eftir við Vagnbrekku. Ekið að Reykjahlíð og gengið þaðan austan flugvallar og norður fyrir Slý, þar er sveigt til vesturs að Sandvatni og gengið eftir því að rótum Vindbelgs og síðan að bænum Vagnbrekku. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd 15–17 km. Gönguhækkun: 100 m.
Verð: 3.500 / 5.200 kr. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



