Gerast félagi í FFA



Árgjald FFA fyrir 2026 er 10.400 kr. Rafræn félagsskírteini voru tekin upp 2021 í samstarfi við FÍ


Félagar í FFA hafa öll sömu réttindi og í FÍ, sama félagsskírteini gildir. Um að gera að gerast félagi á sínum heimaslóðum.


Ferðafélag Akureyrar er áhugamannafélag sem vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum Norðurland. Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að gerast félagi í FFA. Sömu skilmálar eru að félagsaðild og hjá FÍ, 
sjá hér. Hægt er að ganga úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á ffa@ffa.is


Makar/sambýlisfólk félagsmanna geta valið að greiða 5.400 kr. árgjald árið 2025 fyrir fjölskylduaðild. Þeir fá þá félagsskírteini og njóta allra fríðinda sem það veitir auk tímaritsins Ferða. Allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Árbók FÍ er ekki innifalin í því gjaldi. Þeir sem hafa áhuga á því geta skráð sig eins og aðrir en taka fram undir "annað" hver makinn er sem er félagi í FFA eða hafi samband við skrifstofu FFA.


Félagar í FFA voru rúmlega 700 þann 31. desember 2024 og hefur fjölgað talsvert síðustu sex árin. Markmiðið er að fjölga félögum enn frekar og vekja athygli á frábæru starfi FFA og hvað mikið felst í félagsgjaldinu.


Fríðindi og afsláttarkjör FFA félaga:

  • Vegleg árbók Ferðafélags Íslands.
  • Ferðir, ársrit FFA sem gefið hefur verið út síðan 1940.
  • Afsláttur af ferðum og hreyfiverkefnum á vegum FFA, FÍ og deildum þess.
  • Veglegur afsláttur af gistingu í skálum FFA og á tjaldstæðum við skála félagsins (sjá gjaldskrá).
  • Félagsverð á gistingu í skálum FÍ og öðrum deildum þess en þeir eru 40 talsins víða um land.
  • Félagsaðild gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri.
  • Skemmtilegur félagsskapur með fólki sem hefur gaman af ferðalögum.
  • Félagsréttindi í norsku, sænsku og finnsku ferðafélögunum.

Jafnframt eru í boði afslættir í nokkrum fyrirtækjum á Akureyri og víðar. 
Munið að hafa félagsskírteinið með!


  • Rafræn félagsskírteini

    Eftir að okkur hefur borist greiðsla félagsgjalds fær félagsmaður sendan tölvupóst innan viku frá passi@passi.is þar sem hægt er að nálgast rafrænt félagskírteini.

    Ef tölvupóstur hefur ekki borist er líklegt að uppfæra þurfi upplýsingar í félagaskrá. Sendið tölvupóst með uppfærðu netfangi á ff@ffa.is eða hafið samband í síma 462 2720.

    Við hvetjum félagsmenn til að hlaða félagskírteininu niður strax og þeir fá það í tölvupósti.

    Virkjun félagsskírteinis er einföld. Hún fer þó eftir því hvernig símtæki viðkomandi er með.


    Iphone

    Í Apple símum er fyrirfram uppsett veski (Apple Wallet).


    Android

    Sækja þarf veskis-forrit í Play Store, við mælum með SmartWallet.

  • Afsláttur á eftirfarandi stöðum

    Fyrirtæki á Akureyri sem veita afslátt:

    Ellingsen 10% / 15% afsláttur af völdum vörum

    Skíðaþjónustan

    Sportver

    Ullarkistan

    Útivist og veiði

    66° Norður

    Flügger litir Akureyri veita 20% afslátt af hilluverði. Sjá nánar hér

     


    Önnur fyrirtæki sem veita félagsmönnum í FÍ og deildum þess afslátt:

    Apótek Suðurlands, Selfossi

    Bakarameistarinn

    Breiðholtsblóm

    Cintamani

    Efstaleitis apótek

    Ellingsen 10% / 15% afsláttur af völdum vörum

    Everest

    Eyesland

    Feed the Viking

    Fjallakofinn 15% afsláttur

    FlyOver Iceland

    Fætur Toga

    Garmin búðin

    GG Sport

    Hjá Jobba

    Hlaupár

    Hótel Stracta

    Icepharma

    Íslensku Alparnir

    Kynnisferðir

    Sky Lagoon

    Sportís

    Sportval

    Strandferðir

    Stoð

    Sæferðir, Stykkishólmi

    Trex

    Ullarkistan

    Útilíf

    Veiðivon

    66° Norður


    Nánari upplýsingar um afsláttarkjör er að finna á heimasíðu FÍ