Félagsfundur FFA 5. janúar kl. 20
28. desember 2025

Félagsfundur FFA 5. janúar kl. 20
Almennur félagsfundur Ferðafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 5. janúar 2026 kl. 20:00 að Strandgötu 23.
Ýmis félagsmál rædd. Heitt á könnunni og konfekt.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Allar nýjar hugmyndir um starfið vel þegnar.
Tveir starfshópar hafa verið starfandi undanfarna mánuði og munu þeir kynna hugmyndir sínar. Annars vegar um 90 ára afmæli FFA á árinu 2026 og hins vegar hugmyndir um framtíð Herðubreiðarlinda, skipulag og notkun svæðisins. Mikilvægt er að fá umræðu félagsmanna um þessi atriði.
Stjórn FFA
