04/02/2010 | Ingimar Árnason

Gönguferð og er farið upp norðurhrygg fjallsins frá Miklagarði


Gönguferð og er farið upp norðurhrygg fjallsins frá Miklagarði


10. apríl. Hvassafellsfjall, Hestur, 1207 m. Gönguferð   "/static/files/gonguskor1.gif" />  

Gengið er upp norðurhrygg fjallsins frá Miklagarði. Til að byrja með er gengið eftir móum og melum, en við tekur langur og skemmtilegur hryggur sem
nær alla leið á fjallstoppinn. Af Hesti er mikið útsýni út Eyjafjörð, um sveitina og til nærliggjandi fjalla.

Fararstjóri: Fríðfinnur Gísli Skúlason.

Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000

Brottför frá FFA kl. 9.00