13/10/2016 | Aldís Hilmarsdóttir

Ganga á Böggvisstaðafjall um helgina

Fjall mánaðarins: Böggvisstaðafjall

15. október.  Brottför kl 8.00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.


Fararstjóri: Frímann Guðmundsson


Verð: 2.500/2.000 kr.


Ekið verður út á Dalvík og upp á skíðasvæðið. Þaðan er gengið upp með lyftunni og áfram að vörðunni. Þaðan er mikið útsýni í góðu veðri yfir Tröllaskagann og austur yfir Eyjafjörðinn.

Hæð fjalls: 773m.
Hækkun: 720m.
Áætluð lengd: 6. km.