17/08/2006 | Ferðafélag Akureyrar

Nokkrar myndir úr jeppaferðinni  og ferðasagan.

Nokkrar myndir úr jeppaferðinni  og ferðasagan.

Jeppaferð FFA 2006.


Jeppaferð FFA um Gæsavatnaleið hófst frá skrifstofu
félagsins kl.18.15 föstudaginn 11.


ágúst. 7 manns mætti á 3 bílum. Vegurinn í
Eyjafjarðardalnum var alveg sæmilegur og


höfðum við stuttan stans á brún dalsins, þar sem
Sandbúðir stóðu fyrrum. Síðan ekið beint


í Laugafell. Ömurlegt er að sjá öll hjólförin
eftir utanslóðaökumennina. Veðrið var gott.


Hægviðri, léttskýjað og hlýtt. Okkur var
ætlaður staður í gamla skálanum. Grilluðum og


sögðum skemmtisögur um stund og fórum þvínæst
í laugina. Í svefnpokana um miðnættið.


Á laugardagsmorgninum, eftir morgunverð og morgunbað lögðum
við af stað um 10 leytið.


Ókum uppá Laugafellið og nutum útsýnis. Sömu
leið niður, eftir Forsetaveginum og í


Tómasarhaga.


Þar byrjar hin eiginlega Gæsavatnaleið. Ekkert markvert bar til
tíðinda, lítið í ánum frá Tungnafellsjöklinum. Vestan við brúna á Skjáfanda er stuttur spölur að fossinum
Gjallanda,


fallegur foss. Austan brúarinnar er 6-8 km. vegur, niðir með
fljótinu,   að Hitulauginni.


Sæmilega volg lítil laug sem hefur verið lagfærð
svolítið. Hin eiginlega Gæsavatnaleið liggur


síðan í átt að jöklinum og austurmeð honum en
svokölluð Dyngju eða Trölladyngjuleið


stefnir norðurfyrir Trölladyngju. Smámsaman varð leið
grófari og seinfarnari. Í Gæsa-


vötnum drukkum við hádegiskaffið okkar, fengum leyfi þeirra er
höfðu skálann, til að vera


inni. Skemmtileg ökuleið þarna með jöklinum.Þar sem
vegurinn liggur næst jökli á Dyngju-


hálsinum komum við að Kattarbúðum. Kattarbúðir
voru   hraunborg eða hóll, holur að


innan með gati í toppinn og dyragati á hliðinni. Jökullinn
hljóp og braut   hólinn að nokkru


leyti niður. Þarna hafði Baldur Sigurðsson sína fyrstu
bækistöð er hann var að hefja sínar Vatnajökulsferðir. Áfram í gegnum úfið hraun og við hóla norðanundir Kistufelli er
lítill


skáli I eigu Bj.sv. Stefán í Mývatnssveit. Fremur
“þreytulegt”hús sem þyldi vel smá


umhirðu. Þar var erlent par sem var á göngu frá
Skógarfossi til Mývatnssveitar.Þarna er


ansi gróft og rólega ekið. Á Urðarhálsinum
stoppuðum við stórt og mikið jarðfall sem ég


hef ekki heyrt nokkurt nafn á, bara jarðfallið á
Urðarhálsi. Fór nú að halla niður á Jökuls
"3">ár-


aurana. Við hóla rétt ofan við
“Flæðurnar”var síðdegiskaffið. Sáralítið vatn var á Flæðunum


og ókum viðstöðulaust að upptökum Svartár þar
sem hún kemur í ótal uppsprettum uppúr


svörtum sandinum. Þarna voru nokkur tjöld. Í Dreka vorum við
um kl. 20.00.Kveikt upp


í grillinu og útbúinn góður kvöldverður. Okkur
hafði verið ætlað pláss í gamla Dreka, ásamt


 5 útlendingum og Ingvari Teitssyni formanni FFA. "mso-spacerun: yes">  Fórum að sofa um 23.


Á sunnudagsmorguninn vöknuðum við um 8 leytið.Þá
var Ingvar búinn að vinna í klst. og


útlendingarnir farnir. Fengum okkur morgunverð í rólegheitum,
settum eldsneyti á bílana og


Björn hjálpaði Þráni hjá SBA við
rútudekk. Gengum inn í Drekagil og ókum svo inn að


Nautagili. Stikluðum lækinn og gengum inn í botn á gilinu.
Þar er minnsta hraun á Íslandi að


talið er, fyrir utan borholuhraun í Bjarnarflagi. Mjög
sérstök “bergrós” er hægra megin í


gilinu, framarlega. Falleg Eyrarrósabreiða er á eyrunum framan við
gilið. Ókum nú að


brúnni á Jöklu, við Upptyppinga, og svo eftir mjög fallegri
og sérstakri leið, einhverri


skemmtilegustu sem ég hef ekið, að Hvannalindum. Skoðuðum menjar
eftir útilegumenn


sem þar höfðust við. Kaffisopi í logni og sólskini.
Ókum síðan með tveim smástoppum að


Möðrudal, þar sem bætt var lofti í dekkin. Fengum okkur
kaffisopa í veitingahúsinu sem er


í torfbæ. Einnig er bensíndælan í slíku
húsi. Niðri á tjaldstæðinu er eitt slíkt þjónustuhús,


með gashellum og vatni í vaska, fyrir tjaldgestina. Mjög flott
þjónustumiðstöð. Skammt


vestan við brúna á Jökulsá, við litla
malarkrús, er afleggjari að gamla ferjumannshúsinu


 “draugahúsinu” . Þar er gestabók sem við
rituðum nöfn okkar í. Á hótel Gíg í Mývatns-


sveit snæddum við ljúfan kvöldverð og vorum um kl. 22 á
Akureyri.