Kræðufell
26/07/2005 | Ferðafélag Akureyrar
Á dagskrá félagsins laugardaginn 30.júlí er Kræðufell, 711m hátt.
Á dagskrá félagsins laugardaginn 30.júlí er Kræðufell, 711m hátt.
Kræðufell er norðan Víkurskarðs, austan Eyjafjarðar, og verður gengið frá bílastæði í Víkurskarði. Gengið
verður um Gæsadal á fjallið en niður í Fnjóskadal og um Dalsmynni að Laufási þar sem gangan endar. Rúta mun ferja farþegana til og
frá göngu og er brottför kl 8.00 frá skrifstofu félagsins. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina og fer skráning fram á milli kl
16-19 fram til kl 19 á föstudag. Fararstjóri í ferðinni er Roar Kvam og er hún gráðuð sem 2 skór. Reikna má með að gangan
sjálf taki um 6 klst.
Verð er 2.300 kr fyrir félagsmenn en 2.800 fyrir aðra.
