07/06/2009 | Friðfinnur Gísli Skúlason

Mikið er að gerast þessa vikuna þar sem Gönguvika Akureyrarstofu stendur yfir. Ferðafélag Akureyrar er með 5 ferðir í þessari viku, 3
kvöldgöngur og 2 dagsferðir yfir helgina...


Mikið er að gerast þessa vikuna þar sem Gönguvika Akureyrarstofu stendur yfir. Ferðafélag Akureyrar er með 5 ferðir í þessari viku, 3
kvöldgöngur og 2 dagsferðir yfir helgina...


Þessa vikuna stendur yfir Gönguvika Akureyrarstofu 7-12 júlí. ( "/is/page/gonguvika_4._-12._juli.">sjá nánar hér ).


Þær ferðir sem Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir vikuna 6-12 júlí eru þessar:


Þriðjudaginn 7. júlí. Ystuvíkurfjall, (FFA) brottför
kl. 19.00

Gengið frá bílastæðinu efst á Víkurskarði, um Gæsadal á fjallið. Komið niður við Miðvík þar sem gangan
endar. Þetta er þæginleg 2-3 klst. ganga við hæfi flestra. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu FFA kl.
19:00.


Fimmtudaginn 9. júlí. Hlíðarfjall,
(FFA) brottför kl. 19.00

Hlíðarfjall-Mannshryggur. Ekið að Skíðastöðum og gengið upp með skíðalyftunni eftir ruddri braut upp á fjallið. Þaðan er
fagur útsýni yfir Eyjafjörðinn og nágrennið. Þetta er 2-3 klst. ganga og við flestra hæfi. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu FFA kl. 19:00.


"Apple-style-span"> Föstudaginn 10. júlí. Skólavarða, (FFA) brottför kl. 19.00

Vaðlaheiði - Skólavarða. Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Af
Vaðlaheiðinni er fagurt útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Grétar
Grímsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu FFA kl. 19:00


xml:lang="IS"> Laugardaginn 11.
júlí. Krossastaðir-Stórihnjúkur-Skíðastaðir
, (FFA) brottför kl. 8.00

Gengið frá Krossastöðum á Þelamörk, upp í gegnum skógræktarreitinn á Vöglum og upp sunnan Krossastaðagils. Ofarlega við
gilið er farið norður yfir það upp á Stórahnjúk. Þaðan gengið suður háfjallið að Mannshrygg og niður að
Skíðastöðum. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 1.000 / 1.500. Brottför frá FFA kl. 8:00.


xml:lang="IS"> "IS"> Sunnudaginn 12. júlí. Meðfram Glerá, FFA brottför
kl. 10.00

Gengið meðfram Glerá, frá Heimari-Hlífá, við réttina, til ósa. Þetta er frábær og áhugaverð gönguferð
í okkar nánasta umhverfi þar sem vaxa sjaldséðar jurtir. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð kr. 1.000/1.500. Brottför frá FFA kl.
10:00.