Nýi Lambi nær tilbúinn til flutnings
26/04/2014 | Ingvar Teitsson
Nú er verið að leggja lokahönd á smíði Nýja Lamba. Laugardaginn 26. apríl 2014 kom Kristján F. Júlíusson kranabílstjóri með tvo stóra kranabíla og lyfti forstofunni frá meginskálanum. Var forstofunni síðan lokað að aftan til að hægt verið að flytja skálann í tveimur hlutum fram á Glerárdal eftir nokkra daga. Smellið á MYNDIR og síðan á \"Bygging Lamba\" til að sjá hvernig verkið gekk til.
