Smíði Nýja-Lamba miðar vel áfram
01/12/2014 | Ingvar Teitsson
Dagana 11. og 12. jan. 2014 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við að smíða einingar í stafna og veggi. Einingarnar voru festar niður á undirstöður skálans og skrúfaðar saman. Þá var sperruvirki smíðað ofan á veggina og unnið við frágang á gólfi. Einnig var unnið við lektur undir aluzink klæðningu utan á veggjum skálans. Smellið á MYNDIR og síðan á \"Bygging Lamba\" til að sjá myndir af framkvæmdinni.
