21/03/2008 | Ferðafélag Akureyrar

28. – 30. mars. Eilífsvötn – Þeistareykir – Húsavík. Skíðaferð 3 skór

28. – 30. mars. Eilífsvötn – Þeistareykir – Húsavík. Skíðaferð 3 skórEkið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs. Þaðan gengið norður að Eilífsvötnum og gist í
Hlíðarhaga. Gengið daginn eftir að Þeistareykjum og gist þar. Á sunnudag áfram til Húsavíkur um Reykjaheiði. Þetta er
stórkostleg gönguleið og frábært útivistarsvæði, sem svíkur engan.



Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.

Verð: kr. 6.900 / kr. 7.900

Innifalið: Fararstjórn, gisting, akstur.

Brottför kl. 13.00



ATH! Brottfarardag og brottfarartími! Föstudaginn 28. mars kl. 13.00



Smellið hér til að sjá myndir úr ferð sem farin var
í mars 2006 og ferðasöguna er hægt að lesa hér :



Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins

fimmtudaginn 27. mars milli kl. 17.30 og  19.00 eða í

tölvupósti ffa@ffa.is



Ferðanefnd   FFA