Þingmannavegur, afmælisferð
18/07/2016 | Aldís Hilmarsdóttir
24. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000.
Innifalið: Fararsjórn, rúta, og grillmatur fyrir gönguhópinn að lokinni göngu í boði Ferðafélags Akureyrar vegna áttatíu ára afmælis félagsins.

24. júlí. Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 2.500/2.000
Innifalið: Fararsjórn, rúta, og grillmatur að lokinni göngu fyrir gönguhópinn í boði Ferðafélags Akureyrar vegna áttatíu ára afmælis félagsins.
Genginn verður svokallaður Þingmannavegur yfir Vaðlaheiði frá þingstaðnum í Eyjafjarðarsveit að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Á leiðinni er gengið yfir afar sérstaka hleðslu yfir gil. Vegalengd 10 km. Hækkun 660 m. Að lokinni göngu býður Ferðafélag Akureyrar gönguhópnum í grillmat í Fnjóskadalnum.
