Jólakveðja frá FFA
22. desember 2024

Ferðafélag Akureyrar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum samstarfið á árinu
Við bendum ykkur á ferðaáætlun FFA 2025 og námskeið á utanbautarskíðum sem skráning er hafin í.
Árleg nýársganga verður á nýársdag kl. 13, allir velkomnir þangað og þátttaka ókeypis. Að venju verður farið út í óvissuna.
Almennur félagsfundur FFA
verður haldinn 2. janúar kl. 20 og hvetjum við félagsmenn til að koma og spjalla við stjórn FFA og aðra félagsmenn.
Því fleiri því skemmtilegra!
Skíðaferðir 2025 eru í undirbúningi.
