Næsta ferð 26. mars: Galmaströnd -gönguskíðaferð
21. mars 2022

Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Gengið frá Syðri-Reistará og niður undir sjó. Síðan norður til Hjalteyrar og skoðað hvaðan við fáum heita vatnið. Svo út Arnarnesnafir og aftur að Reistará um Bjarnarhól. Vegalengd um 12 km. Gönguhækkun lítil.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
