Opið hús FFA 7. nóvember 2024 kl. 20:00
29. október 2024

Fimmtudaginn 7. nóvember kl 20:00 í húsnæði FFA við Strandgötu.
Tindar og toppar, skörð og skálar á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda.
Hermann frá Hvarfi segir frá fjallaferðum sínum í máli og myndum og ekki vonlaust að með fylgi einhverjar frásagnir frá fyrri tíð.
Kaffi á könnunni, spjall og spurningar.
Fjölmennið meðan húsrúm leyfir.
Viðburðarnefnd
