Skíðaganga. Nágrenni Kröflu í Mývatnssveit
28. janúar 2026

Skíðaganga. Nágrenni Kröflu í Mývatnssveit
Skíðagönguferð laugardaginn 31. janúar
Fyrsta skíðagönguferð FFA 2026 er fyrirhuguð um nágrenni Kröflu í Mývatnssveit, fararstjóri Þóroddur F. Þóroddsson. Nægur snjór var á svæðinu síðastliðinn laugardag, nokkuð hart færi, engin svell og auðvelt að fara um á skíðum með stálköntum, landslag tiltölulega flatt og engar erfiðar brekkur.
Brottför frá FFA á Akureyri kl. 9, sameinast í bíla og frá bílastæði við Kröflustöð kl 11:30 komið í bíla aftur ekki síðar en kl 15-15:30. Þátttaka ókeypis. Skráning á vefsíðu ffa.is.
