Tökum skrefið - sunnudagsganga FFA þ. 26.05.19
26. maí 2019

Við fórum 30 saman í göngu frá bílastæðinu neðan Kaupangs í Eyjafjarðarsveit vestur yfir gömlu brýrnar á Eyjafjarðará. Veðrið lék við okkur og fuglar og nýútsprungin blóm voru hvarvetna. Eftir gönguna bauð FFA upp á kaffi í Strandgötu 23.