Tökum skrefið - vikulegar göngur hjá FFA hefjast þann 5. maí
3. maí 2019

Ferðafélag Akureyrar hefur stofnað gönguhóp sem gengur alla sunnudaga kl. 10 allt árið.

Lagt er upp með að ganga rólega í eina klukkustund ca. 3 km.

Allir velkomnir - Frítt - Engin skráning.

 Gangan hefst við skrifstofu FFA Strandgötu 23.

Fyrsta gangan verður sunnudaginn 5. maí kl. 10.

Undirbúningshópurinn