Útsýnisskífa á Ytri-Súlu vígð þ. 05.08.2019
5. ágúst 2019

Þann 5. ágúst 2019 vígði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri nýju útsýnisskífuna sem FFA lét setja upp á tindi Ytri-Súlu. Viðstaddir voru auk bæjarstjórans níu manns frá FFA. Sól og blíða var uppi á Súlum á meðan á vígslunni stóð.