Lýsing

13. júní, laugardagur 

Brottför kl. 9  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23

Safnast saman í bíla ef vill.

Fararstjórn: Jónas Jónsson


Ekið að Fremstafelli í Kinn. Þaðan er gengið að Barnafossi og haldið svo áfram eftir skógarstíg meðfram Skjálfandafljóti. Gengið aðeins upp í Fellið og svo samhliða því alveg að norðurenda þess. Síðan er gengið að Ljósvetningabúð þar sem bílarnir voru skildir eftir. Ef vel viðrar verður gengið upp á Ytri-Hnjúkinn. Heyrum sögur af svæðinu auk þess að virða fyrir okkur stórkostlegt útsýnið en frá Kinnarfelli er mikið útsýni í allar áttir. Horfum yfir Skjálfandafljót og sjáum m.a. Ullarfoss.

Ekkert drykkjarvatn er á leiðinni. Seflytja þarf bíla á milli Fremstafells og Ljósvetningabúðar.


Vegalengd: 12–13 km. Gönguhækkun: 250–300 m.


Verð:  2.700 / 4.400 kr. Innifalið: Fararstjórn.

Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 2 skór

    Miðlungserfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir, yfirleitt 5 - 7 klst. oftast utan slóða og/eða í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.


    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Góðir gönguskór sem ætlaðir eru til dagsferða með góðum stuðningi

    Göngustafir ef vill

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi og verkjalyf og annað smálegt

    Viðeigandi fatnaður, hlífðarföt, regnföt (vaðskór ef gefið er upp að það þurfi að vaða)

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (gott að hafa orkuríkt nesti og göngunasl)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar, buff og brodda; svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í svona ferð.