Lýsing

20. júní, laugardagurMálmey.

Mæting við kirkjuna á Hofsósi kl. 9:30. Báturinn fer kl. 10.

Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir


Siglt er frá Hofsósi út í Málmey með Drangey Tours. Fararstjóri hittir hópinn við kirkjuna á Hofsósi og leiðir hópinn að bátnum. Fjölbreytt fuglalíf er í eynni, merkileg saga og náttúra. Gengið um eyjuna í um tvo tíma í fylgd staðkunnugs leiðsögumanns. Farið verður í útsýnissiglingu að Þórðarhöfða þar sem er stórkostlegt stuðlaberg og Drangey er einnig í sjónmáli. Sjóferðin tekur 4–5 klst. 


Hámarksfjöldi í bátinn er 17 manns.


Verð: 28.000 / 32.000 kr. Innifalið: Sigling, fararstjórn og leiðsögn á leiðinni og í eynni.


Greiða þarf staðfestingargjald vegna skráningar í þessa ferð kr. 5.000 í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Þessa ferð þarf síðan að greiða að fullu þremur dögum fyrir brottför. Krafa verður stofnuð í netbanka.



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Gönguferðir: 1 skór

    Léttar og stuttar ferðir: Stuttar dagleiðir, 4 - 6 klst. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Léttur dagpoki. Flestum fært.



    Nauðsynlegur búnaður er meðal annars:

    Góðir skór sem ætlaðir eru til dagsferða og jafnvel göngustafir.

    Bakpoki (dagpoki) gott að hann sé með bakpokahlíf

    Sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, teygjubindi, verkjalyf og annað smálegt

    Viðeigandi fatnaður, húfa, vettlingar, hlífðarföt og regnföt

    Vatn/drykkir og nesti til dagsins (einnig göngunasl)

    Alltaf gott að hafa í bakpokanum: Flugnanet, legghlífar, auka sokkar og buff