Næsta ferð 28. maí: Barna- og fjölskylduferð: Geocaching. Heimsins stærsta fjársjóðsleit
25. maí 2025

Barna- og fjölskylduferð: Geocaching. Heimsins stærsta fjársjóðsleit
Mæting kl. 17
í Naustaborgir
Fararstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir
og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Fótgangandi fjarsjóðsleit þar sem farið er eftir hnitum til að finna fjársjóði sem aðrir hafa falið í skóginum. Gott að vera búin að sækja Geocaching appið. Þeir sem vilja geta tekið með sér „smáfjársjóði” (t.d. legó kalla eða annað smádót) og skipt þeim út fyrir nýja í fjársjóðskistunum. Gert er ráð fyrir að ferðin taki u.þ.b. 1 klst.
Þátttaka ókeypis.
