Fararstjórar

Til baka

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Fararstjóri

Ragnheiður ólst upp í Þistilfirði og eins og vani er í sveitum var töluverðum tíma varið utandyra. Flestar gönguferðir sem barn fólu í sér rollusmölun en eftir því sem aldur hefur hækkað hefur rollulausum göngum fjölgað. Mismunandi búseta hefur stýrt vali á útivist, allt frá gönguferðum í sandöldum og svifdrekaflugi yfir í gönguskíði á Norðurlandinu. Hún hefur gaman af ýmiskonar útiveru og brasi, styttri gönguferðum með fjölskyldunni og einnig af lengri ferðum í aðeins fótalengri félagsskap.

Gleði er sett í fyrsta sætið í útivist hjá Ragnheiði og gott nesti því afar mikilvægt!

Margir staðir eru í uppáhaldi sem erfitt er að velja úr, en Hvammsheiðin hlýtur trúlega vinninginn.

Ragnheiður er iðjuþjálfi að mennt og starfar við Sjúkrahúsið á Akureyri.

Hún byrjaði að starfa með barna- og fjölskyldunefnd FFA seint á árinu 2022 og er því ferðaáætlun fyrir barna- og fjölskylduferðir FFA 2024 sú fyrsta sem hún tekur þátt í að setja upp. Ragnheiður mun sjá um fararstjórn í nokkrum barna- og fjölskylduferðum FFA 2024 ásamt Sunnu Björk systur sinni.