Tökum skrefið

Tökum skrefið er gönguverkefni hjá Ferðafélagi Akureyrar sem hófst 5. maí 2019.
Allir eru velkomnir hvort sem þeir eru félagar í FFA eða ekki.
Engin skráning - ekkert þátttökugjald.

  • Miðað er við að ganga frá byrjun febrúar og út nóvember ár hvert.
  • Gengið er alla sunnudags­morgna í eina klukkustund innan Akureyrar eða í nágrenni bæjarins.
  • Viðmið um hraða gönguna er að ganga 3 - 5 km á einni klukkustund.
  • Gangan hefst við húsnæði FFA, Strandgötu 23. Þegar farið er lengra sameinast fólk í einkabíla.
  • Eftir hverja göngu fær fólk sér kaffi og meðlæti í húsnæði FFA við Strandgötu. Þar myndast mjög skemmtileg stemmning og líflegar umræður.

Fyrsta árið mættu að meðaltali 20 manns í hverja göngu eða alls 623 árið 2019. Göngurnar voru alls 30.

Á árinu 2020 kom Covid-19 og þá þurfti að taka nokkur hlé auk þess sem ekki var hægt að bjóða upp á kaffi í nokkuð mörg skipti þó það hafi verið gengið. En á því ári mættu að meðaltali 15 manns í göngurnar. Göngurnar lögðust alveg niður í lok október. Göngurnar urðu alls 32.

2021 var byrjað fyrr en venjulega eða 17. janúar. Þátttaka hefur verið góð það sem af er því ári.