Í gegnum tíðina hefur Ferðafélag Akureyrar staðið fyrir því að stika nokkrar gönguleiðir. Gönguleiðanefnd félagsins hefur séð um þessa vinnu auk þess að halda þessum leiðum við. Á þessari síðu er að finna gönguleiðir sem FFA hefur staðið fyrir að stika og eru aðgengilegar á ýmsum samfélagsmiðlum.
Heimari-Hlífá - Ytri-Súla (Stikað í júlí 1991)
Heimari-Hlífá - skálinn Lambi (Stikað í ágúst 1992)
Þingmannavegur: Systragil - Eyrarland (Stikað 2004)
Veigastaðir - Skólavarða (Stikað í ágúst 2007)
Víkurskarð - Ystuvíkurfjall (Stikað í ágúst 2015)
Skálinn Gamli - Steinmenn við Súlumýrar (Stikað í júní 2018)
Nýja Glerárstíflan - Lambagatan (Stikað í maí 2019)
Kaldbakur við Eyjafjörð (Stikað í júlí 2019)
----------------
Ferðafélag Akureyrar sér um gestabækur á eftirtöldum stöðum:
Ferðamálastofa og Markaðsstofa Norðurlands eru með verkefni þar sem verið er að skrá gönguleiðir á Norðurlandi. Tilgangurinn með verkefninu er að til verði miðlægt skráningarkerfi um gönguleiðir um allt land. Búið er að skrá nokkrar leiðir á Norðurlandi og langar FFA að ganga til liðs við þessa aðila og taka þátt í að skrá fleiri leiðir. Þess vegna bjóðum við félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa upp á að taka þátt í þessu verkefni.
Ef þú vilt taka þátt í verkefninu er best að hafa samband við formann FFA, á netfanginu formadur@ffa.is til að fá upplýsingar um það hvernig standa skuli að skráningu, eins eru mjög góðar upplýsingar á þeim tenglum sem í þessari efnisgrein er að finna. Þegar ferill er tekinn af leið þá sé notuð mesta mögulega nákvæmni.
Helstu atriði sem skipta máli eru þessi:
Nauðsynlegt er að skráningaraðili hafi:
Gagnlegt er að skráningaraðili hafi:
Ferðamálastofa á nokkur tæki sem hægt er að tengja við leiðréttingakerfi Landmælinga Íslands og hægt að fá þannig tæki lánað áður en lagt er af stað, hægt verður að nálgast eitt þannig tæki á skrifstofu FFA. Hér er hægt að sjá leiðbeiningar um búnaðinn sem notaður er: https://www.ferdamalastofa.is/