20080223 Myndir úr ferð á Súlur
- 10 stk.
- 28.02.2008
20080223 Laugardaginn 23. sl. var ákveðið að ganga á Súlur. Frímann Guðmundsson tók myndirnar
Skoða myndir20080223 Laugardaginn 23. sl. var ákveðið að ganga á Súlur. Frímann Guðmundsson tók myndirnar
Skoða myndir20080210 Fyrsta skíðaganga ársins 2008 hjá FFA. Ekki var farið upp á Súlumýrar eins og til stóð sökum éljagangs, en í staðinn farið inn bakka Eyjafjarðarár. Grétar Grímsson var fararstjóri og Frímann Guðmundsson tók myndirnar.
Skoða myndir20080216 Farið var í árlega þorrablótsferð i Botna þ. 16. febrúar 2008. Veður var frábært en snjórinn hefði mátt vera meiri. Hópurinn átti ágæta kvöldstund í Botna og var gengið til baka í Svartárkot sunnudaginn 17. feb. Þá var hláka og síðasta hluta leiðarinnar skiptust á krapapollar og hrísflákar. Allir voru þó ánægðir í ferðarlok.
Skoða myndir20080301 Fararstjóri og myndasmiður var Frímann Guðmundsson.
Skoða myndir20080315 Myndir úr ferð á Strýtu 15. mars 2008. Lagt var af stað með hálfum huga í þessa ferð og sumir hættu við, því þoka var og allt rann saman í eina hvíta veröld. En það átti eftir að breytast eins og myndirnar bera með sér. Myndavélin fékk að vísu ofbirtu í augun og breytti um lit. Gretar Grímson var fararsjóri og myndasmiður var Frímann Guðmundsson
Skoða myndir20080316 Á pálmasunnudag 16. mars 2008 var farið með brúarefni að Fremri-Lambá á Glerárdal og einnig var farið með krossvið og steinolíu í Lamba. Farið var á snjóbíl sem björgunarsveitin Súlur á. Einnig voru vaskir snjósleðamenn með í för til að finna bestu leiðina. Farið var um Fálkafell og fram Bungur vestan undir Súlum fram að Fremri-Lambá. Þaðan var farið yfir gil Fremri-Lambár að skálanum Lamba. Heim var haldið sömu leið. Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og svalt. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20080308 Fararstjóri og myndasmiður var Frímann Guðmundsson.
Skoða myndir20080307 Vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að skíðaferðin frá Hlíðarfjalli að Þelamörk, sem fara átti á sunnudag 8. mars, væri farin, á laugardag 7. mars. Myndasmiðir Valur og Kristín og fararstjóri var Frímann Guðmundsson.
Skoða myndir20080328 28. 30. mars. Skíðaferð Ekið að Klaustri á Mývatnsöræfum austan Námaskarðs. Þaðan gengið norður að Eilífsvötnum og gist í Hlíðarhaga. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Frímann Guðmundsson tók mynirnar
Skoða myndir20090418 Laugardaginn 18 apríl var ákveðið að fara í könnunarleiðangur á leið frá Hlíðarhaga við Eilífsvötn og alla leið til Þeistareykja með viðkomu í Litlavíti og Stóravíti. En fyrst þurfti að komast í Hlíðarhaga. Farið var á tveim bílum annar skilinn eftir á Kísilvegi á hinum var ekið langleiðina að Jökulsá á fjöllum eða að vegi sem liggur niður með Jökulsánni að vestan. Í þessari ferð voru Anke María Steinke, Vilhjálmur Agnarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Frímann Guðmundsson sem var fararstjóri og myndasmiður. En látum myndirnar tala sínu máli.
Skoða myndir20080511 Krossanesborgir 11. maí 2008. Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen voru leiðsögumenn og Frímann Guðmundsson tók myndirnar.
Skoða myndir20080418 Gengið var frá Svartárkoti á föstudagskvöldið upp með Suðurá og gist í Botna. Á laugardagsmorguninn var farið að upptökum Efstalækjar og gengið þaðan á skíðunum í beina stefnu á suðurenda Bláfjallshala, um 16 km. Þaðan var gengið norður með Bláfjalli að austan, um 9 km, og gist í skála FFH á Heilagsdal. Gangan á laugardaginn tók um 8 klst. Á sunnudaginn var gengið norður úr Heilagsdal, norður yfir Seljahjallagil og norðvestur yfir Garðsbruna að Garði við Mývatn. Logn og bjartvirði var alla helgina og gott skíðafæri. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson
Skoða myndir20080405 Skíðaferð á Þorvaldsdal. Farið var á Þorvaldsdal þ. 5. apríl 2008. Ekið var að Stærra-Árskógi og gengið þaðan suður dalinn. Skýjað var og norðvestan gola þegar lagt var af stað, en fljótlega lægði og gerði glampandi sól. Nægur snjór var en víða djúp lausamjöll. Fjallasýn var óviðjafnanleg allan daginn. Snjórinn entist því nær heim að túni í Fornhaga. Gangan tók tæpar 8 klst. og gekk í alla staði vel. Fararstjóri og myndasmiður var Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20080517 Skíðaferð á Fláa 17. maí 2008. Grétar Grímsson var fararstjóri og Frímann Guðmundsson tók myndirnar.
Skoða myndir20080620 Ferðin á Múlakollu gekk mjög vel. Allir voru mættir á gamla múlaveginn fyrir ofan Brimnes í Ólafsfirði kl. 20:00. Alls voru þar um 30 manns, mjög góður hópur. Ferðin upp gekk vel og vorum við uppi kl. 23:30 í ágætis veðri og sólin sást við hafsbrún. Ferðin niður gekk líka vel og allir komnir í bílana fyrir klukkan tvö. Myndir tóku. Konráð Gunnarsson, Gunnar Halldórsson og Sigurgeir Haraldsson.
Skoða myndir20080621 Á sumarsólstöðum gekk vaskur hópur frá Víkurskarði í Gæsadal og þaðan upp á YstuVíkurfjall. Helga Kvam tók myndirnar.
Skoða myndir20080624 Þarfaleysisgangan á Laufáshnjúk. Björn Ingólfsson var leiðsögumaður og leiddi tæplega fjörtíu manna hóp frá FFA upp á Laufáshnjúk . Fararstjóri var Roar Kvam. Frímann Guðmundsson tók myndirnar
Skoða myndir20080708 Gengið var frá Litla-Árskógi upp Lækjardal á Sólarfjall (Krossahnjúk) í blíðskaparveðri. Í ferðinni voru 4 alsælir ferðalangar. Gengið var svo niður að eyðibýlinu Kleif í Þorvaldsdal og með Þorvaldsdalsá að Litla Árskógi aftur.
Skoða myndir20080817 Gengið var upp Reistarárskarð frá Freyjulundi gegnum skarðið og þaðan upp á Reistarárfjall. Veðrið var gott logn og hiti um 20 stig. Þegar leið á daginn fór mistur að hamla útsýninu. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. En látum myndirnar tala sínu máli sem Frímann tók.
Skoða myndir20080813 Þann 13. ágúst 2008 voru liðin 100 ár frá því að Dr. Hans Reck og Sigurður Sumarliðason gengu á Herðubreið, fyrstir manna. Ferðafélag Akureyrar og Ferðafélag Íslands efndu til gönguferðar á þjóðarfjallið þann dag í tilefni afmælisins. Ekið var að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið þaðan upp á tind á 3 klst. Á tindinum voru til skiptis sólskin og hríðarél. Nokkurt útsýni var til vesturs og norðurs. Ný kassi fyrir gestabók var settur á hátindinn. Í hópnum voru 18 manns, á öllum aldri. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20080813 Hjalti Jóhannesson bætti við nokkrum myndum sem hann og Fjóla kona hans tóku í ferðinni. Þarna má glöggt sjá að ýmis sýnishorn af veðri voru í boði þennan daginn. Ferðin gekk í alla staði vel og var einkar eftirminnileg. Voru aðstæður allar líklega betri en hjá þeim félögum sem fyrst gengu á fjallið réttum hundrað árum fyrr.
Skoða myndir20080823 Ferðafélag Akureyrar efndi til gönguferðar á Herðubreið þ. 23. ágúst 2008. Ekið var á einkabílum í Herðubreiðarlindir kvöldið áður og gist í Þorsteinsskála. Að morgni 23.08. var ekið að uppgöngunni vestan Herðubreiðar og gengið á fjallið. Gangan upp tók 3 klst. og 15 mín. Á tindinum skiptust á skin og skúrir. Við sáum m.a. Kverkfjöll, Hofsjökul, Kerlingu v. Eyjafjörð, Kinnarfjöll, Smjörfjöll og Dyrfjöll. Alls voru 20 manns í þessum hópi FFA sem gekk á þjóðarfjallið. Fararstjóri og myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20080524 Farið var á Gloppuhnjúk í Skíðadal laugardaginn 24. maí 08. Konráð Gunnarsson var fararstjóri og Frímann Guðmundsson tók myndirnar
Skoða myndir20090807 Gengið var frá Herðubreiðarlindum að Bræðrafelli á föstudegi. Á laugardegi var gengið frá Bræðrafelli á Kollóttudyngju og Hrúthálsa og austur fyrir Eggert aftur í Bræðrafell. Sunnudagurinn fór svo í að ganga aftur að Herðubreiðarlindum. Myndir tók Frímann Guðmundsson og Stefán Sigurðsson. Einnig má finna myndir úr ferðinni sem Skúli Júlíusson tók á þessari slóð: http://wildboys.123.is/album/default.aspx?aid=155748
Skoða myndir20080809 Þann 9. ágúst 2008 stóð FFA fyrir gönguferð á Bláskógaveg. Þetta er gömul þjóðleið frá Sæluhúsmúla á Reykjaheiði að Undirvegg í Kelduhverfi. Gengið var frá Rauðhól austan Sæluhúsmúla að Undirvegg, um 20 km. Veðrið var frábært, kyrrt og úrkomulaust en skýjað. Þátttakendur voru 13, fararstjóri Sigurgeir Sigurðsson, myndasmiður Ingvar Teitsson.
Skoða myndir20080816 Gengið var frá Finnastöðum á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði 1536 m. Veður var skínandi gott sunnan andvari og léttskýjað. Gengið var upp Öxlina uppi Heimari Lambárbotna og þaðan upp á Kerlinguna. Þaðan skiptist hópurinn flestir fóru út hrygginn til Súlna, þ.e. Þríklakka, Bónda. Litakrumma, Stórakrumma, Syðrisúlur og Ytrisúlur.Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Vignir Víkingsson. Frímann tók myndirnar
Skoða myndir20080705 5. júlí. Kerahnjúkur, 1097 m. Ekið var sem leið liggur til Ólafsfjarðar. Komið var saman á planinu við Tjarnarborg og ekið þaðan stuttan spöl upp að fjallinu. Gengið var eftir troðningi fyrir kaldavatslögn meðfram hlíðinni í átt Bustarbrekkudal. Síðan var haldið á brattann.. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Frímann Guðmundsson tók myndirnar.
Skoða myndir20080708 Gengið var frá Hrauni að Halloki undir Leiðsögn Bjarna E. Guðleifssonar.
Skoða myndir20070726 Heimsókn í fyrrum afskektustu byggð við norður-atlandshaf. lagt var af stað frá Kleifum, gengt Ólafsfjarðarkaupstað þar sem fararstjórinn hefur komið sér upp fallegu húsi ásamt manni sínum, sem er óspart notað sumar sem vetur. Gengið var eftir góðri götu sem liggur meðfram fjallinu Arnfinni útí Fossdal. Sem er hömrum girtur dalur, forsmekkurinn á því sem koma skal. Eftir smá stopp í Fossdal var haldið á brattann, uppá Hvanndalabjarg. Þegar upp var komið fór fiðringur um magann, þegar horft var niður í Skötugjá. Enda erum við stödd á brún Hvanndalabjargs, hæsta standberg við sjó á Íslandi, hér er eins gott að fara varlega. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir Frímann, Helga og Elín tóku myndirnar.
Skoða myndir20080802 Um 20 manna hópur gekk á Herðubreið 5.ágúst sl. og var Ingvar Teitsson fararstjóri. Velheppnuð ferð þrátt fyrir þoku á toppnum, myndirnar tók Stefán Sigurðsson.
Skoða myndir20080823 Við fengum sendar myndir frá Anne Laure Mansion og vinkonu hennar sem gengu á Herðubreið undir fararstjórn Ingvars Teitssonar.
Skoða myndir20080826 Helga Guðnadóttir fararstjóri leiddi hópinn, Gunnar Tryggvason tók myndirnar.
Skoða myndir20080910
Skoða myndir20080920 Haustlitaferð í Botna 20-21. september 2008. Ekið á einkabílum í Svartárkot í Bárðardal á laugardag. Þaðan gengið upp með Svartá og stoppað á Stóru-Flesju. Víða á leiðinni var stoppað til að skoða haustliti og áð í stórri laut sem gaf skjól fyrir vindinum. Með Sellandafjallið og Bláfellið á vinstri hönd var gengið í Gamla Botna þar sem við tókum af okkur bakpoka og skoðuðum gömlu rústirnar. Gengum síðan í Botna skála FFA í Suðurárbotnum eftir vegaslóða með svart hraunið til sitthvorrar handa. Gistum þar og átti hópurinn notalega kvöldstund saman við kertaljós og draugasögur. Á sunnudag var lagt af stað um níuleitið í hífandi roki og fimm stiga hita, en það hlýnaði þegar leið á daginn. Gengið var greitt heim á leið og var hópurinn komin í Svartárkot um eittleitið. Indæll lítill hópur sem á hrós skilið fyrir góða umgengni og hjálpsemi við að ganga frá í skálanum. Bjart var báða dagana og nutu haustlitirnir sín vel. Vil taka fram að myndast hefur smá tjörn rétt við skálann (Botna) þar sem hægt er að ná í neysluvatn. Skemmtilegir ferðafélagar og notaleg ferð í alla staði. Leiðsögumaður og myndasmiður Kristín Björnsdóttir.
Skoða myndir