Greiðslur ferða 2023

Æskilegt er að panta tímanlega í lengri ferðir og þær ferðir þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Greiðslufyrirkomulag ferða þar sem rúta, sigling eða gisting er innifalið:

Ferðina þarf að greiða að fullu viku eftir skráningu, krafa verður stofnuð í netbanka.

Afbókunarskilmáli fyrir þessar ferðir (þar sem rúta, sigling eða gisting er innifalið):

- Afbókað sex vikum (42 dögum) eða meira fyrir brottför: Endurgreitt að fullu.

- Afbókað 41 - 15 dögum fyrir brottför: 50% endurgreiðsla.

- Afbókað 14 - 8 dögum fyrir brottför: 25% endurgreiðsla.

- Afbókað 7 - 0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

- Ef ferð er aflýst: Full endurgreiðsla.

Aðrar ferðir eru greiddar við brottför.

Ef afpanta þarf ferð skal senda póst á netfangið ffa@ffa.is

 

Hreyfiverkefni eru ekki endurgreidd eftir að þau hefjast.

Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að fella niður ferð eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur.

Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingar.