Skilmálar vegna lengri ferða

Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir. Jafnframt þarf að greiða staðfestingargjald við bókun. 
Fargjald skal greiða að fullu 3 vikum fyrir brottför.

Afpöntun:
Ef ferð er afpöntuð viku frá bókun og meira en tveim vikum fyrir brottför er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
Afpöntun skal gerð skriflega (með tölvupósti). Ekki er nóg að hringja inn afpöntun.
Ef 7 - 14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða.

Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur.
Ferðafélagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.