20140413 Snjóalög könnuð á Glerárdal
- 16 stk.
- 13.04.2014
Sumardagin fyrsta var Gamli-Lambi sóttur inn á Glerárdal. Félagar okkar í Súlum fóru á snjóbíl deginum áður og gerðu slóð en víða var búið að renna í hana og slóðin því rudd aftur. Vel gekk að lyfta þeim Gamla og koma skíðum (vegriðum) undir og var lagt af stað heim kl. 13.00 Allt gekk þetta vel og og Gamli -Lambi kominn til byggða um15:30. Lambi var byggður einhvern tíma upp úr 1960 og stóð fyrst í fjöruborðinu í landi Óss í Hörgárdal, þaðan sem vinirnir Aðalsteinn Valdimarsson, Jón Friðriksson og Baldur Benediktsson reru gjarnan til fiskjar. Síðar var húsið (sem gekk þá gjarnan undir nafninu DAS - Dvalarheimili aldraðra sjóstangaveiðimanna - flutt að Skjaldarvík og notað þar sem verbúð. Í Ferðum FFA 1976 má finna" Aðalsteinn Valdimarsson sem þá hafði tekið sæti í ferðanefnd bauð félaginu til kaups lítinn skúr sem hann og félagar hans áttu út við Skjaldarvík" Boðinu var tekið og húsið flutt á Glerárdal 1975 Nú 41 ári seinna er "skúrinn" kominn til byggða og farinn að láta ansi mikið á sjá og saddur "lífdaga". Nýr Lambi er nú tekinn við vaktinni á Glerárdal og félaginu til sóma. Frá Súlum fóru í þessa ferð Gunnar Garðarsson, Svavar Hannesson, Anton Þórhallsson og Þórhallur Birgisson en frá FFA þeir Hilmar Antonsson, Hjalti Jóhannesson og Ingimar Árnason
Skoða myndirLaugardaginn 28. júní 2014 endurbyggðu fjórir félagar úr FFA göngubrúna á Fremri-Lambá á Glerárdal á gönguleiðinni fram í Lamba. Brúarbitarnir eru tveir rafmagnsstaurar og kambstálsbitar mynda brúargólfið. Þá er handrið austan á brúnni. Einnig var farið í Lamba og merkingar í nýja skálanum endurbættar. Þá var hellulagt frá nýja skálanum og út á salernið. Loks var grasfræi og tilbúnum áburði sáð í sárin kringum nýja skálann. Sól og blíða var allan daginn en mikill snjór við Fremri-Lambá og þar fyrir innan. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirVinnuferð í Lamba, gengið frá kassa fyrir gaskúta, settar höldur á ytri hurð og stífum á reykrör komið á sinn stað.
Skoða myndirÁfram unnið að lokafrágangi við Lamba og vígður í dag.
Skoða myndirUnnið var að ýmsum frágangi í dag inná Glerárdal. Klætt inní forstofu reykrör sett upp og kveikt upp í kamínu. Einnig var pallurinn kláraður og þakskyggni og kamar málaðir af yfirmálara FFA.
Skoða myndirForstofan flutt í Glerárdal og Lambi kominn saman á sinn stað.
Skoða myndirÍ dag var farið með Lamba inn á glerárdal
Skoða myndirSkotist var í Lamba undir kvöld og snjór hreinsaður af undirstöðunum en búið var að ryðja það mesta ofan af.
Skoða myndirSmíði Nýja Lamba er nú á lokastigi. Laugardaginn 26. apríl 2014 kom Kristján F. Júlíusson kranabílstjóri með tvo öfluga kranabíla og lyfti forstofunni frá meginskálanum. Forstofunni var síðan lokað að aftan svo að hægt verði að draga Nýja Lamba í tvennu lagi fram á Glerárdal eftir nokkra daga. Einnig var myndavél komið fyrir sunnan á meginskálanum svo að hægt sé að fylgjast með veðrinu á innsta hluta Glerárdals í gegnum tölvu í framtíðinni.
Skoða myndirLaugardaginn 5. apríl 2014 var unnið við frágang Nýja Lamba. Sett voru geretti á glugga og hurðir innan húss og listar á stafna inni þar sem panell og loft mætast. Utan húss voru settir blikklistar á stafna á mótum þaks og veggja. Einnig var olíutankurinn festur utan á skálann og fræst í nafnskilti fyrir nýja húsið. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 29. mars 2014 unnu sjö manns við smíði Nýja Lamba. Veður var ágætt, logn og sólskin. Settur var kjölur á þak skála og forstofu. Einnig var sett blikk á horn skálans. Þá var unnið við pússningu krossviðar í kojubotna og byrjað að setja geretti á glugga innanhúss. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 22. mars 2014 var unnið við að klæða aluzink á stafna Nýja-Lamba. Hríðarveður var fyrst um morguninn og mikill snjór við húsið en svo birti upp er leið á daginn. Lokið var við að klæða á suður- og norðurstafna skálans og byrjað á vesturstafninum. Nú er langt komið að klæða veggi skála og forstofu að innan með plötum og panel. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirSmíði Nýja-Lamba gengur vel. Laugardaginn 15. mars 2014 unnu 14 manns meira og minna við smíðina. Klætt var með aluzinki utan á veggi skálans. Einnig var borin olía á panel sem kemur í loft skálans. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirByggingu Nýja-Lamba miðar vel áfram. Þann 22. febrúar 2014 var lokið við að klæða þak nýja skálans með aluzinki. Þá var lokið við að bera olíu á þilplötur sem munu klæða skálann og forstofuna að innan. Auk þess var lokið við að setja einangrun innan í skálann. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirVið héldum áfram smiði Nýja-Lamba laugardaginn 1. feb. 2014. Grunnolía var borin á veggjaplötur sem koma innan í skálann. Einnig var ull í veggjum tryggð með vírum og lokið við lektur utan á stöfnum skálans. Þá var efnað niður í lektur innan á veggi skálans og í loftunarlista neðan í sperrur. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirSmíði Nýja-Lamba var haldið áfram laugardaginn 18. janúar 2014. Þá tókst að mestu að ljúka við klæðningu þaksins. Einnig var negldur þakpappi á hluta þaksins og lektur skrúfaðar utan á skálann. Mánudagskvöldið 20. janúar var síðan lokið við að klæða þakið með tjörupappa. Þar með mátti heita að skálinn væri orðinn regnheldur. Laugardaginn 25. jan. var síðan gengið frá gólfi skálans með krossvið, músaneti, steinull og nótuðum plötum. Einnig var þá sett steinullareinangrun í veggina. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirDagana 11. og 12. janúar 2014 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við að smíða einingar í stafna og veggi. Einingarnar voru reistar á undirstöðum skálans og festar tryggilegar saman. Sunnudaginn 12. jan. var unnið við sperruvirki nýja skálans. Einnig var unnið við gólf hússins og lektur undir aluzink klæðningu skrúfaðar utan á veggina. Töluvert hríðaði á okkur þ. 11. jan. en daginn eftir var ágætt smíðaveður, kyrrt og úrkomulaust. Þarna unnu 13 manns meira og minna báða dagana. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 7. des. 2013 var haldið áfram að smíða Nýja-Lamba. Lokið var við undirstöður undir forstofu. Einnig voru smíðaðir rammar í veggi meginskála og forstofu. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndirLaugardaginn 30. nóv. 2013 var byrjað að smíða Nýja-Lamba á Akureyri. Við byggðum botngrind meginskálans ofan á stálbita. Einnig var byrjað að efna niður í hliðar skálans. Veður var hlýtt eftir árstíma en rignigarsuddi annað veifið. Myndasmiður: Ingvar Teitsson.
Skoða myndir