20240727 50 ára afmæli friðlýsingar Herðubreiðarlinda
- 21 stk.
- 05.08.2024
Laugardaginn 27. júlí varð haldið upp á 50 ára afmæli friðlýsingar Herðubreiðarlinda sem nú er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Af því tilefni sameinuðust Vatnajökulsþjóðgarður-Norðursvæði og Ferðafélag Akureyrar um að halda upp á þennan viðburð og tókst vel til með góðri aðsókn og fjölbreyttri dagskrá. Það var gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í Lindirnar af því tilefni en nálægt hundrað manns voru á svæðinu. Við þetta tækifæri var Haukur Ívarsson heiðraður en hann var formaður Þorsteinsskálanefndar í 25 ár og sinnti starfi sínu af mikilli alúð. Ótrúlegur dagur í þessu fallega umhverfi með Drottninguna yfir okkur. Myndirnar tala sínu máli, þær tóku Þorgerður Sigurðardóttir og Árni Ólafsson.
Skoða myndir